Fá spurningarmerki hjá íslenska liðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 7. september 2019 10:30 Verður Hannes í íslenska markinu í dag? vísir/getty Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mættu líklega til komandi leikja með nokkuð fastmótaðar hugmyndir um það hvernig þeir ætluðu að stilla byrjunarliðinu upp. Brotthvarf Jóhanns Berg Guðmundssonar setti svo strik í reikninginn og meiðsli Arnórs Sigurðssonar fækka kostunum í kantstöðunum enn frekar. Lífseigar eru þær vangaveltur hvort komið sé að því að gefa Rúnari Alex Rúnarssyni tækifæri í byrjunarliði liðsins og frammistaða Hannesar Þórs Halldórssonar í leik Vals gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gaf þeim umræðum byr undir báða vængi. Það er hins vegar gömul saga og ný að Hannes Þór er vanur því að standa sig í stykkinu með landsliðinu þrátt fyrir misjafna frammistöðu með félagsliðum sínum. Hannes Þór stóð sig óaðfinnanlega með íslenska liðinu þegar liðið hafði betur gegn Albaníu og Tyrklandi og heldur að öllum líkindum stöðu sinni á milli stanganna hjá liðinu í leiknum í dag. Eina spurningarmerkið í varnarlínunnni er svo hvort Ari Freyr, sem spilaði bæði á móti Albönum og Tyrkjum, eða Hörður Björgvin Magnússon, sem hafði átt fast sæti í liðinu fram að þeim leikjum, hefji leik í vinstri bakverðinum. Fjarvera Jóhanns Berg sem gerði gæfumuninn í sigrinum gegn Albaníu og lagði upp fyrra mark íslenska liðsins þegar liðið lagði Tyrkland að velli opnar pláss á öðrum vængnum. Arnór Ingvi Traustason hefur verið að spila vel með Malmö í Svíþjóð á keppnistímabilinu og kemur sterklega til greina í þessum leik. Þá hafa Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson, sem eru í grunninn miðjumenn, verið að leysa kantstöðuna hjá íslenska liðinu í þessari undankeppni. Albert Guðmundsson getur einnig leikið á kantinum vilji þjálfararnir auka sóknarkraftinn. Jón Daði Böðvarsson spilaði svo frábærlega í leiknum við Tyrkland og sú spilamennska gæti fleytt honum í framherjastöðuna. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að spila meira og meira með hverri vikunni sem líður fyrir sænska liðið AIK. Þá hefur Viðar Örn Kjartansson verið í góðu formi fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og gæti hlotið náð fyrir augum þjálfaranna. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mættu líklega til komandi leikja með nokkuð fastmótaðar hugmyndir um það hvernig þeir ætluðu að stilla byrjunarliðinu upp. Brotthvarf Jóhanns Berg Guðmundssonar setti svo strik í reikninginn og meiðsli Arnórs Sigurðssonar fækka kostunum í kantstöðunum enn frekar. Lífseigar eru þær vangaveltur hvort komið sé að því að gefa Rúnari Alex Rúnarssyni tækifæri í byrjunarliði liðsins og frammistaða Hannesar Þórs Halldórssonar í leik Vals gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gaf þeim umræðum byr undir báða vængi. Það er hins vegar gömul saga og ný að Hannes Þór er vanur því að standa sig í stykkinu með landsliðinu þrátt fyrir misjafna frammistöðu með félagsliðum sínum. Hannes Þór stóð sig óaðfinnanlega með íslenska liðinu þegar liðið hafði betur gegn Albaníu og Tyrklandi og heldur að öllum líkindum stöðu sinni á milli stanganna hjá liðinu í leiknum í dag. Eina spurningarmerkið í varnarlínunnni er svo hvort Ari Freyr, sem spilaði bæði á móti Albönum og Tyrkjum, eða Hörður Björgvin Magnússon, sem hafði átt fast sæti í liðinu fram að þeim leikjum, hefji leik í vinstri bakverðinum. Fjarvera Jóhanns Berg sem gerði gæfumuninn í sigrinum gegn Albaníu og lagði upp fyrra mark íslenska liðsins þegar liðið lagði Tyrkland að velli opnar pláss á öðrum vængnum. Arnór Ingvi Traustason hefur verið að spila vel með Malmö í Svíþjóð á keppnistímabilinu og kemur sterklega til greina í þessum leik. Þá hafa Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson, sem eru í grunninn miðjumenn, verið að leysa kantstöðuna hjá íslenska liðinu í þessari undankeppni. Albert Guðmundsson getur einnig leikið á kantinum vilji þjálfararnir auka sóknarkraftinn. Jón Daði Böðvarsson spilaði svo frábærlega í leiknum við Tyrkland og sú spilamennska gæti fleytt honum í framherjastöðuna. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að spila meira og meira með hverri vikunni sem líður fyrir sænska liðið AIK. Þá hefur Viðar Örn Kjartansson verið í góðu formi fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og gæti hlotið náð fyrir augum þjálfaranna.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira