Áhrif hlýnunar á minjar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2019 10:00 Guðmundur er ánægður á heimaslóðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann er að byggja hús á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. „Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
„Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira