Níu milljón stundir Hildur Björnsdóttir skrifar 9. september 2019 07:00 Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri 50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins telja mikla hagkvæmni felast í minni umferðartöfum. Minnki tafir um 15 prósent megi ná fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast fleiri góðir samgöngukostir. Gera þarf fleirum kleift að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja meiri tafir. Samfylkingin hefur um árabil boðað byltingu í breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár er lofað árangri í samgöngumálum. Niðurstöður nýlegrar ferðavenjukönnunar skjóta því skökku við. Um 79 prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum. Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna, gangandi og hjólandi versnað til muna. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert á yfirlýst markmið um annað. Ferðavenjur hafa ekki breyst og Reykjavíkurborg er enn á ný eftirbátur annarra borga í samgöngumálum. Við verðum að fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð almannafjár. Borgarbúum verður að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leiðrétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá fyrst sjáum við árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Skoðun Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri 50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins telja mikla hagkvæmni felast í minni umferðartöfum. Minnki tafir um 15 prósent megi ná fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast fleiri góðir samgöngukostir. Gera þarf fleirum kleift að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja meiri tafir. Samfylkingin hefur um árabil boðað byltingu í breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár er lofað árangri í samgöngumálum. Niðurstöður nýlegrar ferðavenjukönnunar skjóta því skökku við. Um 79 prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum. Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna, gangandi og hjólandi versnað til muna. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert á yfirlýst markmið um annað. Ferðavenjur hafa ekki breyst og Reykjavíkurborg er enn á ný eftirbátur annarra borga í samgöngumálum. Við verðum að fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð almannafjár. Borgarbúum verður að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leiðrétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá fyrst sjáum við árangur.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun