Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2019 07:15 Menntamálaráðherra hefur einnig boðað sérstaka styrki til einkarekinna fjölmiðla. Fréttablaðið/AntonBrink Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, stefnir á að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Engar slíkar fyrirætlanir hafa verið kynntar ríkisstjórninni með formlegum hætti en menntamálaráðherra vill umræðu um málið. Forsætisráðherra er opin fyrir hugmyndinni, en vill þá auka framlög til RÚV. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að áður en framlög til ríkismiðilsins séu ákvörðuð, sé rétt að skilgreina hlutverk og skyldur RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir koma vel til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Alþingi Óli Björn Kárason fyrirspyrjandi Steingrímur J. Sigfússon til andsvaraÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir um að ræða tvö aðskilin mál, annars vegar framlög til ríkismiðilsins og hins vegar það hvort ríkið eigi að standa í óeðlilegri samkeppni við einkaaðila. „Eitt er að taka ákvörðun um að reka RÚV. Ef við ætlum að gera það skulum við gera það með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á einkarekna miðla. Auglýsingasala RÚV eyðileggur og skekkir alla stöðu gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum. Það er því rétt og eðlilegt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði þó ekki sé nema bara af þeirri ástæðu,“ segir Óli Björn. „Með hið svokallaða tekjutap sem af því kann að hljótast, það er einfaldlega annað mál. Það hefur ekkert að gera með það hvort menn eigi að lofa ríkisfyrirtæki að keppa með óeðlilegum hætti við einkaaðila, í þessu tilfelli á auglýsingamarkaði. Spurningin um framlög til RÚV er allt önnur og snýr að því hvaða skyldum og hlutverki RÚV á að gegna, sem mér þætti eðlilegt að væri svarað áður en menn byrja að velta því fyrir sér hvort eigi að bæta upp tekjutap, innan gæsalappa, vegna auglýsingasölu. Ég tel að þar eigi að byrja. Svo má taka afstöðu til þess hvort þurfi að tryggja því auknar tekjur eða hvort það komist af með minna en það hefur nú,“ útskýrir Óli Björn. Lilja segir það ekki liggja fyrir hvenær hún muni kynna fyrirætlanir sínar með Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, stefnir á að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Engar slíkar fyrirætlanir hafa verið kynntar ríkisstjórninni með formlegum hætti en menntamálaráðherra vill umræðu um málið. Forsætisráðherra er opin fyrir hugmyndinni, en vill þá auka framlög til RÚV. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að áður en framlög til ríkismiðilsins séu ákvörðuð, sé rétt að skilgreina hlutverk og skyldur RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir koma vel til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Alþingi Óli Björn Kárason fyrirspyrjandi Steingrímur J. Sigfússon til andsvaraÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir um að ræða tvö aðskilin mál, annars vegar framlög til ríkismiðilsins og hins vegar það hvort ríkið eigi að standa í óeðlilegri samkeppni við einkaaðila. „Eitt er að taka ákvörðun um að reka RÚV. Ef við ætlum að gera það skulum við gera það með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á einkarekna miðla. Auglýsingasala RÚV eyðileggur og skekkir alla stöðu gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum. Það er því rétt og eðlilegt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði þó ekki sé nema bara af þeirri ástæðu,“ segir Óli Björn. „Með hið svokallaða tekjutap sem af því kann að hljótast, það er einfaldlega annað mál. Það hefur ekkert að gera með það hvort menn eigi að lofa ríkisfyrirtæki að keppa með óeðlilegum hætti við einkaaðila, í þessu tilfelli á auglýsingamarkaði. Spurningin um framlög til RÚV er allt önnur og snýr að því hvaða skyldum og hlutverki RÚV á að gegna, sem mér þætti eðlilegt að væri svarað áður en menn byrja að velta því fyrir sér hvort eigi að bæta upp tekjutap, innan gæsalappa, vegna auglýsingasölu. Ég tel að þar eigi að byrja. Svo má taka afstöðu til þess hvort þurfi að tryggja því auknar tekjur eða hvort það komist af með minna en það hefur nú,“ útskýrir Óli Björn. Lilja segir það ekki liggja fyrir hvenær hún muni kynna fyrirætlanir sínar með Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira