Samhliða þessu opnar fyrirtækið þjónustumiðstöð fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, eins og Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi frá á Twitter í lok ágúst. Vísir sagði jafnframt frá því í síðustu viku að Tesla áformar, auk opnunar íslensku vefsíðu sinnar og miðstöðvarinnar, að reka hið minnsta þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu. Fyrirhugað er að sú fyrsta þeirra verði vígð á næsta ári.
Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, sem sjálfur hefur staðið að innflutningi Tesla-bifreiða á Íslandi, birti myndir af sér með starfsmönnum Tesla á Krókhálsi nú í morgun.
Hér að neðan má sjá verðtöflu fyrir Tesla-bifreiðar en nánari upplýsingar má nálgast á vef fyrirtækisins.
Gerð | Drif | Drægni | Verð með VSK og flutningi |
Model 3 Standard Range Plus | Afturhjól | 409 km | 5.122.735 kr |
Model 3 Long Range | Aldrif | 560 km | 6.152.191 kr |
Model 3 Performance | Aldrif | 530 km | 7.144.191 kr |
Model S Long Range | Aldrif | 610 km | 10.988.191 kr |
Model S Performance | Aldrif | 590 km | 13.468.191 kr |
Model X Long Range | Aldrif | 505 km | 12.228.191 kr |
Model X Performance | Aldrif | 485 km | 14.708.191 kr |
Aurora Borealis
— Tesla (@Tesla) September 9, 2019
Blue Lagoon
Sustainable energy
Reykjavík service center
Tesla vehicle orders open for Iceland NOW