Áslaug vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2019 11:29 Áslaug Hulda Jónsdóttir aðsend Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs í Garðabæ hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins í kjörinu sem fram fer á flokksráðsfundinum þann 14. september. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé flokknum nauðsynlegt að í forystu hans sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins. Stórir og mikilvægir málaflokkar eru undir og þá hafa einnig margir af stærstu sigrum flokksins unnist í einstökum sveitarfélögum. Þar liggur okkar sterka grasrót og að henni þarf að hlúa vel. Ég hef skipað 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í síðustu þremur sveitarstjórnarkosningum, þ.m.t. í síðustu kosningum þegar flokkurinn landaði sinni bestu niðurstöðu og fékk 62% fylgi og átta bæjarfulltrúa af ellefu í bæjarstjórn. Það var um leið besta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins á landinu. Slíkur árangur næst ekki af sjálfu sér í sívaxandi bæjarfélagi og ég tel mig hafa margt fram að færa í forystu Sjálfstæðisflokksins,” er haft eftir Áslaugu Huldu Jónsdóttur í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna framboðs hennar. Áslaug Hulda býr að áralangri reynslu úr starfi Sjálfstæðisflokksins og vettvangi sveitarstjórnar sem formaður bæjarráðs, forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúi, aðstoðarmaður ráðherra, kosningastjóri í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum auk annarra trúnaðarstarfa. „Ég trúi að flokkurinn eigi mikið inni hjá kjósendum um allt land. Það er hlutverk kraftmikillar forystu flokksins að virkja almennilega sem flesta flokksmenn til að uppskera sem mest,” segir Áslaug. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur einnig hefið kost á sér sem ritari flokksins. Núverandi ritari, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var nýverið skipuð dómsmálaráðherra, en samkvæmt reglum flokksins getur hún ekki gengt ráðherrastöðu og setið sem ritari flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs í Garðabæ hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins í kjörinu sem fram fer á flokksráðsfundinum þann 14. september. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé flokknum nauðsynlegt að í forystu hans sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins. Stórir og mikilvægir málaflokkar eru undir og þá hafa einnig margir af stærstu sigrum flokksins unnist í einstökum sveitarfélögum. Þar liggur okkar sterka grasrót og að henni þarf að hlúa vel. Ég hef skipað 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í síðustu þremur sveitarstjórnarkosningum, þ.m.t. í síðustu kosningum þegar flokkurinn landaði sinni bestu niðurstöðu og fékk 62% fylgi og átta bæjarfulltrúa af ellefu í bæjarstjórn. Það var um leið besta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins á landinu. Slíkur árangur næst ekki af sjálfu sér í sívaxandi bæjarfélagi og ég tel mig hafa margt fram að færa í forystu Sjálfstæðisflokksins,” er haft eftir Áslaugu Huldu Jónsdóttur í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna framboðs hennar. Áslaug Hulda býr að áralangri reynslu úr starfi Sjálfstæðisflokksins og vettvangi sveitarstjórnar sem formaður bæjarráðs, forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúi, aðstoðarmaður ráðherra, kosningastjóri í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum auk annarra trúnaðarstarfa. „Ég trúi að flokkurinn eigi mikið inni hjá kjósendum um allt land. Það er hlutverk kraftmikillar forystu flokksins að virkja almennilega sem flesta flokksmenn til að uppskera sem mest,” segir Áslaug. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur einnig hefið kost á sér sem ritari flokksins. Núverandi ritari, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var nýverið skipuð dómsmálaráðherra, en samkvæmt reglum flokksins getur hún ekki gengt ráðherrastöðu og setið sem ritari flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35