Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2019 12:00 Ökutæki sérsveitarmanna mega ekki stöðva för ökutækis Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. Slíkt á ekki við um almenna lögreglumenn og almenna lögreglubíla og ríkir mikil óánægja meðal þeirra vegna þess að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Setja þurfi skýrari reglur. Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/StefánDómsmálaráðherra ákvað í síðustu viku að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra frá og með næstu áramótum. Þá óskaði ráðherra eftir því að ríkisendurskoðun myndi geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni. Síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að talsverðar óánægju gæti meðal lögreglumanna með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, að ítrekað væri kvartað undan því að verklagsreglur væru ekki gefnar út. Meðal annars verklagsreglur um stöðvun ökutækja. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að sérsveitarmenn hafi ekki heimild til að taka þátt í aðgerðum sem snúa að því að nota lögreglubíl þeirra til að stöðva för ökutækis. Ríkislögreglustjóri hafi sett reglurnar fyrr á þessu ári eftir að sérsveitarbíll hafði verið notaður við að stöðva för ökutækis en við þá aðgerð varð skemmd á báðum ökutækjum. Tryggingafélag hafi neitað að borga tjónið á þeim forsendum að um ásetningsbrot hafi verið að ræða.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitar lögreglumaðurinn sök.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Þetta setur málin í uppnám því ef þarna hefði kannski orðið slys á ökumönnum og farþegum þá veit maður ekki hver staða þeirra hefði orðið og það er á þessum grunni sem þessar reglur voru settar,“ segir Snorri og bætir við að Tryggingafélög hafi ekki neitað bótaábyrgð áður og þetta sé því nýtt vandamál. „Reglurnar eru settar af embætti ríkislögreglustjóra gagnvart þeim sem aka á merktum lögreglutækjum þaðan en þær hafa ekki verið settar hjá öðrum embættum,“ segir Snorri. Með það ríki mikil óánægja meðal lögreglumanna. „Með það að þeir sem mesta þjálfun og reynslu hafa í svona aðgerðum sé bannað að gera það á meðan þessu er allt örðuvísi farið hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Uppfært klukkan 13:30í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra vegna fréttarinnar hér að ofan kemur fram að í júlímánuði 2018 hafi vátryggingafélag hafnað bótaskyldu vegna tveggja tjóna þar sem heimild yfirmanns hafði verið veitt til stöðvunar ökutækis með ákeyrslu. Það hafi verið mat vátryggingarfélagsins að slíkt væri óbótaskylt tjón þar sem því væri valdið af ásetningi. Embætti ríkislögreglustjóra hafi þá beint báðum málunum til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum og liggur niðurstaða fyrir í öðru málinu en í því var niðurstaða tryggingafélagsins staðfest. Þá hafi lögreglumaður verið kærður og síðar ákærður í janúar fyrir stöðvun ökutækis með ákeyrslu. Mjög brýnt sé að fá úr því skorið hver sé réttarstaða lögreglumanna í slíkum aðgerðum og tryggja öryggi þeirra og almennings. Að mati ríkislögreglustjóra sé ekki rétt að setja lögreglumenn í þá aðstöðu sem réttaróvissan skapi. Vegna réttaróvissunnar um lögmæti þess að lögreglan stöðvi ökutæki með ákeyrslu og þá um leið óvissu um réttarstöðu lögreglumanna sem ökumanna, hafi fyrirmælin verið gefin út. Þá segir í tilkynningunni að fyrirmælin taki ekki til sérsveitaraðgerða og áfram sé heimilt að beita slíkri aðferð þegar um vopnaða einstaklinga er að ræða. Auk þess sem fyrirmælin upphefji ekki ákvæði almennra hegningarlaga um neyðarvörn og neyðarrétt. Sérsveitarmenn kunni að vera ósammála niðurstöðu ríkislögreglustjóra um þetta efni en það breyti því ekki að réttaróvissa sé uppi og ríkislögreglustjóri ber húsbóndaábyrð gagnvart starfsmönnum sem starfa hjá embættinu. Honum beri því skylda til að vernda hagsmuni þeirra auk þess sem fá þurfi niðurstöðu um réttmæti slíkra aðgerða. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. Slíkt á ekki við um almenna lögreglumenn og almenna lögreglubíla og ríkir mikil óánægja meðal þeirra vegna þess að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Setja þurfi skýrari reglur. Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/StefánDómsmálaráðherra ákvað í síðustu viku að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra frá og með næstu áramótum. Þá óskaði ráðherra eftir því að ríkisendurskoðun myndi geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni. Síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að talsverðar óánægju gæti meðal lögreglumanna með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, að ítrekað væri kvartað undan því að verklagsreglur væru ekki gefnar út. Meðal annars verklagsreglur um stöðvun ökutækja. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að sérsveitarmenn hafi ekki heimild til að taka þátt í aðgerðum sem snúa að því að nota lögreglubíl þeirra til að stöðva för ökutækis. Ríkislögreglustjóri hafi sett reglurnar fyrr á þessu ári eftir að sérsveitarbíll hafði verið notaður við að stöðva för ökutækis en við þá aðgerð varð skemmd á báðum ökutækjum. Tryggingafélag hafi neitað að borga tjónið á þeim forsendum að um ásetningsbrot hafi verið að ræða.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitar lögreglumaðurinn sök.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Þetta setur málin í uppnám því ef þarna hefði kannski orðið slys á ökumönnum og farþegum þá veit maður ekki hver staða þeirra hefði orðið og það er á þessum grunni sem þessar reglur voru settar,“ segir Snorri og bætir við að Tryggingafélög hafi ekki neitað bótaábyrgð áður og þetta sé því nýtt vandamál. „Reglurnar eru settar af embætti ríkislögreglustjóra gagnvart þeim sem aka á merktum lögreglutækjum þaðan en þær hafa ekki verið settar hjá öðrum embættum,“ segir Snorri. Með það ríki mikil óánægja meðal lögreglumanna. „Með það að þeir sem mesta þjálfun og reynslu hafa í svona aðgerðum sé bannað að gera það á meðan þessu er allt örðuvísi farið hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Uppfært klukkan 13:30í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra vegna fréttarinnar hér að ofan kemur fram að í júlímánuði 2018 hafi vátryggingafélag hafnað bótaskyldu vegna tveggja tjóna þar sem heimild yfirmanns hafði verið veitt til stöðvunar ökutækis með ákeyrslu. Það hafi verið mat vátryggingarfélagsins að slíkt væri óbótaskylt tjón þar sem því væri valdið af ásetningi. Embætti ríkislögreglustjóra hafi þá beint báðum málunum til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum og liggur niðurstaða fyrir í öðru málinu en í því var niðurstaða tryggingafélagsins staðfest. Þá hafi lögreglumaður verið kærður og síðar ákærður í janúar fyrir stöðvun ökutækis með ákeyrslu. Mjög brýnt sé að fá úr því skorið hver sé réttarstaða lögreglumanna í slíkum aðgerðum og tryggja öryggi þeirra og almennings. Að mati ríkislögreglustjóra sé ekki rétt að setja lögreglumenn í þá aðstöðu sem réttaróvissan skapi. Vegna réttaróvissunnar um lögmæti þess að lögreglan stöðvi ökutæki með ákeyrslu og þá um leið óvissu um réttarstöðu lögreglumanna sem ökumanna, hafi fyrirmælin verið gefin út. Þá segir í tilkynningunni að fyrirmælin taki ekki til sérsveitaraðgerða og áfram sé heimilt að beita slíkri aðferð þegar um vopnaða einstaklinga er að ræða. Auk þess sem fyrirmælin upphefji ekki ákvæði almennra hegningarlaga um neyðarvörn og neyðarrétt. Sérsveitarmenn kunni að vera ósammála niðurstöðu ríkislögreglustjóra um þetta efni en það breyti því ekki að réttaróvissa sé uppi og ríkislögreglustjóri ber húsbóndaábyrð gagnvart starfsmönnum sem starfa hjá embættinu. Honum beri því skylda til að vernda hagsmuni þeirra auk þess sem fá þurfi niðurstöðu um réttmæti slíkra aðgerða.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15