Friðgeir hefur farið á fjall í 60 ár, oftast sem fjallkóngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2019 19:30 Friðgeir Stefánsson, bóndi á bænum Laugardalshólum í Bláskógabyggð náði merkilegum áfanga um helgina því þá fór hann sína sextugustu fjallferð á afrétt, sem tilheyrir sveitinni hans. Í Laugardalshólum býr einnig sonur Friðgeirs, tengdadóttir og barnabörn. Um 100 fjár er á bænum, auk nautgripa og hrossa. Fé hefur fækkað mikið í Laugardalnum, sem tilheyrir Bláskógabyggð en það þarf þó alltaf að fara á fjall og athuga hvort einhverjar kindur leynist ekki í skóginum og afréttinum. „Það eru sextíu ár síðan ég fór fyrst og ég hef farið að lágmarki tvisvar á ári. Félagsskapurinn er skemmtilegastur í fjallferðum og að gera gagn, standa sig vel í smalamennsku, það er ekkert gaman nema að menn standi sig vel, það þarf að ná hverri einustu kind, sem sést“, segir Friðgeir. Friðgeir segist muna sérstaklega eftir haustinu 1969 en þá var allt á kafi í snjó þá þegar gangnamenn fóru á fjall, snjórinn náði á kvið á hestunum. En lömbin, hafa þau breyst mikið á þessum árum? „Já, þetta er orðinn mikið meiri ræktun heldur en var þannig að það er betur gert fé“. Friðgeir og sonur hans Jóhann Gunnar og fjölskylda hans búa á Laugardalshólum með sauðfé, nautgripi og hesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Friðgeir var fjallkóngur í tugi ára en nú er sonur hans tekin við því hlutverk. Hann er stoltur af pabba sínum. „Já, hann stendur sig vel“, segir Jóhann Gunnar og bætir við að það sé alltaf jafn skemmtilegt að fara á fjall. „Já, það er tilhlökkun hjá manni allt árið. Þegar þorrablótið í sveitinni klárast þá hlakkar manni til að komast í leitir, jólin eru líka ágæt, en það toppar þó ekkert að fara í leitir á fjalli“, segir Jóhann Gunnar, fjallkóngur og brosir sínu breiðasta. Eftir fjallferðina var sprett af hrossunum á Ketilvöllum þar sem matarveisla beið innan dyra. Það er ekki hægt að ljúka þessu nema með smá söng frá þremur ættliðum sem fara alltaf saman á fjall, Friðgeir, Jóhann Friðgeir og Hreinn Heiðar. Þrír ættliðir hafa farið á fjall síðustu þrettán árin í fjöllin kringum Laugarvatn og næsta nágrenni til að smala fé bænda úr Laugardalnum í Bláskógabyggð. Hér eru frá vinstri, Jóhann Gunnar, Friðgeir og Hreinn Heiðar Jóhannsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Friðgeir Stefánsson, bóndi á bænum Laugardalshólum í Bláskógabyggð náði merkilegum áfanga um helgina því þá fór hann sína sextugustu fjallferð á afrétt, sem tilheyrir sveitinni hans. Í Laugardalshólum býr einnig sonur Friðgeirs, tengdadóttir og barnabörn. Um 100 fjár er á bænum, auk nautgripa og hrossa. Fé hefur fækkað mikið í Laugardalnum, sem tilheyrir Bláskógabyggð en það þarf þó alltaf að fara á fjall og athuga hvort einhverjar kindur leynist ekki í skóginum og afréttinum. „Það eru sextíu ár síðan ég fór fyrst og ég hef farið að lágmarki tvisvar á ári. Félagsskapurinn er skemmtilegastur í fjallferðum og að gera gagn, standa sig vel í smalamennsku, það er ekkert gaman nema að menn standi sig vel, það þarf að ná hverri einustu kind, sem sést“, segir Friðgeir. Friðgeir segist muna sérstaklega eftir haustinu 1969 en þá var allt á kafi í snjó þá þegar gangnamenn fóru á fjall, snjórinn náði á kvið á hestunum. En lömbin, hafa þau breyst mikið á þessum árum? „Já, þetta er orðinn mikið meiri ræktun heldur en var þannig að það er betur gert fé“. Friðgeir og sonur hans Jóhann Gunnar og fjölskylda hans búa á Laugardalshólum með sauðfé, nautgripi og hesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Friðgeir var fjallkóngur í tugi ára en nú er sonur hans tekin við því hlutverk. Hann er stoltur af pabba sínum. „Já, hann stendur sig vel“, segir Jóhann Gunnar og bætir við að það sé alltaf jafn skemmtilegt að fara á fjall. „Já, það er tilhlökkun hjá manni allt árið. Þegar þorrablótið í sveitinni klárast þá hlakkar manni til að komast í leitir, jólin eru líka ágæt, en það toppar þó ekkert að fara í leitir á fjalli“, segir Jóhann Gunnar, fjallkóngur og brosir sínu breiðasta. Eftir fjallferðina var sprett af hrossunum á Ketilvöllum þar sem matarveisla beið innan dyra. Það er ekki hægt að ljúka þessu nema með smá söng frá þremur ættliðum sem fara alltaf saman á fjall, Friðgeir, Jóhann Friðgeir og Hreinn Heiðar. Þrír ættliðir hafa farið á fjall síðustu þrettán árin í fjöllin kringum Laugarvatn og næsta nágrenni til að smala fé bænda úr Laugardalnum í Bláskógabyggð. Hér eru frá vinstri, Jóhann Gunnar, Friðgeir og Hreinn Heiðar Jóhannsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira