Brim braut lög um verðbréfaviðskipti og greiðir 8,2 milljónir króna í sekt Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 23:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Útgerðarfélagið Brim braut lög um verðbréfaviðskipti í fyrra og gerði félagið samkomulag við Fjármálaeftirlitið þann 10. júlí síðastliðinn um að ljúka málinu með sátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í dag. Sem hluti af sáttinni viðurkennir Brim að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið var. Féllst Brim hf. á að greiða sekt upp á 8,2 milljónir króna eftir að hafa óskað eftir því að ljúka málinu með sátt. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu (FME) átti brotið sér stað þegar Brim, sem þá hét HB Grandi, hygðist kaupa allt hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Ekki kemur fram í tilkynningu FME hvaða innherja um ræðir en áður hefur verið greint frá því að HB Grandi, sem síðar varð Brim, hafi keypt hlutafé í Ögurvík af Guðmundi Kristjánssyni, þá forstjóra og aðaleiganda HB Granda, í september á síðasta ári. Guðmundur er nú forstjóri Brims. Í tilkynningunni er kaupferlið sagt hafa hafist formlega í lok ágúst á síðasta ári þegar Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra félagsins, var falið af stjórn þess að hefja samningaviðræður um kaupin. Samkvæmt FME töldust þær upplýsingar vera innherjaupplýsingar á þeim tímapunkti í skilningi laganna og var félaginu því skylt að birta þær eins fljótt og auðið var. Félagið birti þó ekki strax umræddar upplýsingar, né tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um frestun á birtingu þeirra líkt og heimild er fyrir í lögum. Upplýsingarnar voru fyrst birtar þann 7. september 2018, þegar opinber tilkynning var gefin út um félagið hafi gert samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík. Fram kemur í tilkynningu FME að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti „ber[i] útgefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF), að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.“ Sjávarútvegur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Útgerðarfélagið Brim braut lög um verðbréfaviðskipti í fyrra og gerði félagið samkomulag við Fjármálaeftirlitið þann 10. júlí síðastliðinn um að ljúka málinu með sátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í dag. Sem hluti af sáttinni viðurkennir Brim að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið var. Féllst Brim hf. á að greiða sekt upp á 8,2 milljónir króna eftir að hafa óskað eftir því að ljúka málinu með sátt. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu (FME) átti brotið sér stað þegar Brim, sem þá hét HB Grandi, hygðist kaupa allt hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Ekki kemur fram í tilkynningu FME hvaða innherja um ræðir en áður hefur verið greint frá því að HB Grandi, sem síðar varð Brim, hafi keypt hlutafé í Ögurvík af Guðmundi Kristjánssyni, þá forstjóra og aðaleiganda HB Granda, í september á síðasta ári. Guðmundur er nú forstjóri Brims. Í tilkynningunni er kaupferlið sagt hafa hafist formlega í lok ágúst á síðasta ári þegar Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra félagsins, var falið af stjórn þess að hefja samningaviðræður um kaupin. Samkvæmt FME töldust þær upplýsingar vera innherjaupplýsingar á þeim tímapunkti í skilningi laganna og var félaginu því skylt að birta þær eins fljótt og auðið var. Félagið birti þó ekki strax umræddar upplýsingar, né tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um frestun á birtingu þeirra líkt og heimild er fyrir í lögum. Upplýsingarnar voru fyrst birtar þann 7. september 2018, þegar opinber tilkynning var gefin út um félagið hafi gert samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík. Fram kemur í tilkynningu FME að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti „ber[i] útgefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF), að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.“
Sjávarútvegur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira