Fótbolti

Albert og Rúnar Már fara á Old Trafford í Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert og félagar fagna sætinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Albert og félagar fagna sætinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. vísir/getty
Tvö Íslendingalið eru í riðli með Manchester United í Evrópudeildinni.

Þetta eru AZ Alkmaar, sem Albert Guðmundsson leikur með, og Astana, sem Rúnar Már Sigurjónsson leikur með. Auk þeirra er Partizan Belgrad í L-riðlinum.

Arsenal, silfurlið Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili, er með Eintracht Frankfurt, sem komst í undanúrslit í fyrra, Standard Liege og Vitoria Guimaraes. Wolves er með Besiktas, Braga og Slovan Bratislava í K-riðli.

Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu eru með Ludogorets, Espanyol og Ferencváros í riðli.

Malmö, sem Arnór Ingvi Traustason leikur með, er í riðli með Dynamo Kiev, FC Köbenhavn og Lugano.

Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar eru með Basel, Getafe og Trabzonspor í riðli.

Riðlana tólf má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×