Fótbolti

Landsliðsferli Birkis er ekki lokið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birkir Már í landsleik.
Birkir Már í landsleik. vísir/vilhelm
Birkir Már Sævarsson var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn í dag en það er orðið ansi langt síðan valinn var landsliðshópur þar sem ekki mátti finna hans nafn.

„Það eru bara aðrir leikmenn komnir á undan honum eins og staðan er í dag,“ sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari en Birkir er að spila með Vali í Pepsi-deildinni.

Þó svo Birkir Már hafi ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna að þessu sinni þá er Hamrén alls ekki að loka hurðinni á hann.

„Ég hugsa bara um eitt verkefni í einu og það er svona sem ég vel hópinn núna. Ég þarf að meta stöðuna hverju sinni og svona blasir hún við mér núna.“

Rúrik Gíslason var heldur ekki valinn að þessu sinni og Hamrén sagði ástæðuna þá sömu. Það væru aðrir menn í sömu stöðu sem væru einfaldlega að standa sig betur í augnablikinu.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Hamrén

Erik Hamrén tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×