Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2019 11:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi. Fréttablaðið/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“ Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“
Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira