Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2019 12:30 Íslenska kjötsúpan verður í hávegum höfð á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli um helgina. Magús Hlynur Hreiðarsson. Fjöldi fólks mun eyða helginni á Hvolsvelli því þar stendur yfir kjötsúpuhátíð þar sem heimamenn og gestir þeirra geta borðað eins mikið af kjötsúpu og þeir geta ofan í sig látið. Þá verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og viðurkenningar veittar. Kjötsúpuhátíðin hófst á fimmtudaginn og stendur yfir alla helgina. Hátíðin fer fram á Hvolsvelli, sem tilheyrir Rangárþingi eystra. Dagskráin verður glæsileg að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fastir dagskrárliðir eins og súpurölt, skreytingakeppni, brenna, brekkusöngur, flugeldasýning og kjötsúpuballið verða á sínum auk, auk nýrra dagskrárliða. En af hverju heitir þetta kjötsúpuhátíð ? Bergsveinn Theodórsson, er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Sláturfélag Suðurlands er með sínar höfuðstöðvar á Hvolsvelli og íslenska kjötsúpan fæddist og ólst upp á Hvolsvelli eða Rangárþingi eystra og við segjum það kokhraust að þaðan er hún upprunninn“, segir Bergsveinn og hlær. En eru Rangæingar duglegir að borða kjötsúpu allt árið um kring? „Já, þú sérð það um leið og þú kemur inn í sveitarfélagið hvað allir Rangæingar eru heilbrigðir í útliti, þeir líta vel út, það er mikill litur í kinnum og þetta er allt saman öflugt fólk. Það er allt saman kjötsúpunni að þakka, við byrjuðum að borða súpuna um leið og við fórum að brjóstinu, það er mikill kraftur í kjötsúpunni í Rangárþingi eystra skal ég segja ykkur“. Bergsveinn Theodórsson, einn af skipuleggjendum kjötsúpuhátíðarinnar 2019.Magnús HlynurBergsveinn segir að allir séu velkomnir á Hvolsvöll um helgina. „Já, svo sannarlega og þar verður gott að vera. Pabbi sagði mér að það yrði þurrt í allan dag þannig að við erum bara í sólskinsskapi hér á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra“. Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjöldi fólks mun eyða helginni á Hvolsvelli því þar stendur yfir kjötsúpuhátíð þar sem heimamenn og gestir þeirra geta borðað eins mikið af kjötsúpu og þeir geta ofan í sig látið. Þá verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og viðurkenningar veittar. Kjötsúpuhátíðin hófst á fimmtudaginn og stendur yfir alla helgina. Hátíðin fer fram á Hvolsvelli, sem tilheyrir Rangárþingi eystra. Dagskráin verður glæsileg að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fastir dagskrárliðir eins og súpurölt, skreytingakeppni, brenna, brekkusöngur, flugeldasýning og kjötsúpuballið verða á sínum auk, auk nýrra dagskrárliða. En af hverju heitir þetta kjötsúpuhátíð ? Bergsveinn Theodórsson, er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Sláturfélag Suðurlands er með sínar höfuðstöðvar á Hvolsvelli og íslenska kjötsúpan fæddist og ólst upp á Hvolsvelli eða Rangárþingi eystra og við segjum það kokhraust að þaðan er hún upprunninn“, segir Bergsveinn og hlær. En eru Rangæingar duglegir að borða kjötsúpu allt árið um kring? „Já, þú sérð það um leið og þú kemur inn í sveitarfélagið hvað allir Rangæingar eru heilbrigðir í útliti, þeir líta vel út, það er mikill litur í kinnum og þetta er allt saman öflugt fólk. Það er allt saman kjötsúpunni að þakka, við byrjuðum að borða súpuna um leið og við fórum að brjóstinu, það er mikill kraftur í kjötsúpunni í Rangárþingi eystra skal ég segja ykkur“. Bergsveinn Theodórsson, einn af skipuleggjendum kjötsúpuhátíðarinnar 2019.Magnús HlynurBergsveinn segir að allir séu velkomnir á Hvolsvöll um helgina. „Já, svo sannarlega og þar verður gott að vera. Pabbi sagði mér að það yrði þurrt í allan dag þannig að við erum bara í sólskinsskapi hér á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra“.
Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira