Hugnast ekki þvinguð sameining Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2019 20:30 Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir. Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir.
Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira