Óli Stefán: Finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2019 18:35 Óli Stefán Flóventsson var sáttur í leikslok. vísir/bára Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA-manna var afskaplega ánægður eftir sigurinn á hans gamla heimavelli í Grindavík í dag. „Í ljósi þess hvernig staðan er í deildinni þá var mjög mikilvægt að ráðast á þessi stig. Þegar við skorum fyrsta markið þá er ég að gera skiptingu til að þétta miðsvæðið og verja stigið. Þetta var því gríðarlega sætt að þetta skyldi detta fyrir okkur í lokin,“ bætti Óli Stefán við en bæði mörk KA í dag komu í uppbótartíma. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en Elfar Árni Aðalsteinsson hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum. „Ein vinna sem við höfum verið í er hvernig við tæklum mótlæti og vonbrigði. Það veit guð að við höfum verið í mótlæti löngum stundum í sumar. Mér finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega og tekist vel á við mótlæti. Þarna kom tímapunktur þar sem við uppskárum úr þeirri vinnu.“ „Mér fannst engan bilbug á okkur að finna eftir vítið, og þrátt fyrir að þeir hafi aðeins pressað og ógnað með löngum boltum þá fannst mér sjá á okkar liði að við ætluðum að selja okkur dýrt,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það hefði enginn vafi verið að Elfar Árni færi aftur á punktinn. „Nei, ég treysti þessum strákum alveg 100%. Það sýnir líka sigurvegarinn í honum að taka af skarið og fara aftur. Fótbolti er furðulegur og við höfum farið illa með mörg dauðafæri, ekki bara í dag heldur að undanförnu. Hann tók þetta á sig hann Elfar og kláraði það vel.“ Nökkvi Þeyr Þórisson átti frábæra innkomu fyrir KA-menn, kom inn á 72.mínútu og fiskaði vítið sem Elfar skoraði úr og skoraði svo seinna markið sjálfur. „Það er það sem við viljum fá frá þessum strákum. Ég er búinn að segja ansi oft í sumar að við erum að reyna að marka þessa stefnu og taka þessa stráka og blóðga þá. Nú kom Nökkvi inn og nýtti tækifærið, hann hefur komið inn og staðið sig vel í leikjum í sumar. Hann gerði það svo sannarlega í dag.“ KA-menn eru nú sex stigum á undan Grindavík og fóru þar að auki uppfyrir Víkinga sem eiga reyndar leik til góða. „Við horfum bara í næstu þrjú stig. Þetta er svo stórfurðuleg deild, núna eigum við tvo heimaleiki eftir og einn útileik á móti liðum sem eru í kringum okkur þannig að það eru möguleikar í þessu. Við horfum bara í næstu þrjú stig og teljum svo upp úr hattinum í lokin.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA-manna var afskaplega ánægður eftir sigurinn á hans gamla heimavelli í Grindavík í dag. „Í ljósi þess hvernig staðan er í deildinni þá var mjög mikilvægt að ráðast á þessi stig. Þegar við skorum fyrsta markið þá er ég að gera skiptingu til að þétta miðsvæðið og verja stigið. Þetta var því gríðarlega sætt að þetta skyldi detta fyrir okkur í lokin,“ bætti Óli Stefán við en bæði mörk KA í dag komu í uppbótartíma. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en Elfar Árni Aðalsteinsson hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum. „Ein vinna sem við höfum verið í er hvernig við tæklum mótlæti og vonbrigði. Það veit guð að við höfum verið í mótlæti löngum stundum í sumar. Mér finnst hópurinn hafa þroskast gríðarlega og tekist vel á við mótlæti. Þarna kom tímapunktur þar sem við uppskárum úr þeirri vinnu.“ „Mér fannst engan bilbug á okkur að finna eftir vítið, og þrátt fyrir að þeir hafi aðeins pressað og ógnað með löngum boltum þá fannst mér sjá á okkar liði að við ætluðum að selja okkur dýrt,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það hefði enginn vafi verið að Elfar Árni færi aftur á punktinn. „Nei, ég treysti þessum strákum alveg 100%. Það sýnir líka sigurvegarinn í honum að taka af skarið og fara aftur. Fótbolti er furðulegur og við höfum farið illa með mörg dauðafæri, ekki bara í dag heldur að undanförnu. Hann tók þetta á sig hann Elfar og kláraði það vel.“ Nökkvi Þeyr Þórisson átti frábæra innkomu fyrir KA-menn, kom inn á 72.mínútu og fiskaði vítið sem Elfar skoraði úr og skoraði svo seinna markið sjálfur. „Það er það sem við viljum fá frá þessum strákum. Ég er búinn að segja ansi oft í sumar að við erum að reyna að marka þessa stefnu og taka þessa stráka og blóðga þá. Nú kom Nökkvi inn og nýtti tækifærið, hann hefur komið inn og staðið sig vel í leikjum í sumar. Hann gerði það svo sannarlega í dag.“ KA-menn eru nú sex stigum á undan Grindavík og fóru þar að auki uppfyrir Víkinga sem eiga reyndar leik til góða. „Við horfum bara í næstu þrjú stig. Þetta er svo stórfurðuleg deild, núna eigum við tvo heimaleiki eftir og einn útileik á móti liðum sem eru í kringum okkur þannig að það eru möguleikar í þessu. Við horfum bara í næstu þrjú stig og teljum svo upp úr hattinum í lokin.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki