Hentu öllu frá sér og ferðuðust um heiminn í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 14:27 Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni. Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni.
Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira