Starfsfólk neyðarlínunnar hleypur fyrir Frú Ragnheiði: "Frú Ragnheiður oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa aðstoð“ Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 15:45 Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni á vegum Rauða krossins. Rauði krossinn. Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins. Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins.
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira