Segist hafa verið með svartsýnustu mönnum fyrir hrun Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 21:57 Ásgeir Jónsson svaraði spurningum um þátttöku sína á árunum fyrir efnahagshrunið í Kastljósinu. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sat fyrir svörum í Kastljósi í kvöld þar sem hann var spurður út í þátttöku sína í bankakerfinu fyrir efnahagshrunið haustið 2008. Ásgeir sagðist aldrei á ævinni hafa talað gegn betri vitund og að hann hafi verið með svartsýnustu mönnum á þeim tíma. Ásgeir var á árunum fyrir hrun forstöðumaður greiningardeildar og aðalhagfræðingur Kaupþings. Eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í stól Seðlabankastjóra hafa ummæli hans í Íslandi í dag frá því í maí árið 2008, nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið, verið rifjuð upp. Þar var Ásgeir Jónsson mættur ásamt Ingólfi Bender til að ræða hagnað bankanna á fyrsta ársfjórðungi 2008. Sölvi Tryggvason var spyrill en hann sagði orðið á götunni hafa verið að bankarnir væru nánast gjaldþrota en síðan hafi þeir skilað blússandi hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins. Ásgeir sagði að það væri „hystería í gangi“ þegar hann kom inn á umræðu þess efnis að bjarga þyrfti bönkunum þremur. Ásgeir tók fram að niðursveiflan á Íslandi væri ekki komin fram á þessum tímapunkti en eftir sem áður gengi bönkunum alveg þokkalega.Gerði sér ekki grein fyrir veikum grunni bankanna Í Kastljósi kvöldsins var Ásgeir spurður hvort hann hefði talað gegn betri vitund í þessum þætti árið 2008 en Ásgeir svaraði því til að hann héldi að hann hefði aldrei á ævinni talað gegn betri vitund. Hann sagði að í þessari umræðu, um þátttöku hans fyrir hrun, hafi margt verið hermt upp á hann sem er ekki rétt. Hann sagði margar af þeim efnahagsspám sem hann lagði upp með hafa gegnið upp, þar á meðal spár hans um fasteignaverð og gengi krónunnar.Ásgeir Jónsson í Seðlabankanum í morgun.vísir/beb„En ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því á hve veikum grunni bankarnir stóðu,“ sagði Ásgeir í Kastljósinu og bætti við að í þessum þætti hafi þeir verið að einhverjum hætti einnig að ræða alþjóðlega fjármálakreppu og að íslensku bankarnir hafi verið of stórir fyrir Ísland á árunum fyrir hrun. Markmiðið með útrásinni hafi verið að auka áhættudreifingu bankanna og þess vegna fengu þeir mikla hækkun á lánshæfi.Lærði mikið af hruninu Ásgeir benti á að hann var 33 ára gamall þegar hann var skipaður aðalhagfræðingur Kaupþings og lærði heilmikið á þeim fjórum árum sem hann starfaði þar. Þegar hann var spurður hvaða lærdóm hann hefði dregið af hruninu svaraði hann að hann hefði lært ansi mikið á það hvernig fjármálamarkaðir virka og hvernig bankar starfa. „Þannig að ég lýt á það þannig að þessi fjögur ár hafi undirbúið mig verulega fyrir það starf sem ég hef núna 49 ára.“Trúin jafn mikilvæg í fjármálafræði og guðfræði Spurður hvort hann treysti íslensku bönkunum í dag svaraði Ásgeir að sá banki sem ekki nýtur trausts sé búinn. Það sé alveg eins með fjármálafræði og guðfræði, bæði byggja á trú eða trausti.Ásgeir sagðist ætla að beygja sig undir niðurstöðu dómstóla varðandi kröfu forstjóra Samherja um bætur.Vísir„Þannig að vitanlega treysti ég þeim bönkum sem nú starfa og sá banki sem ekki hefur traust er búinn,“ sagði Ásgeir og benti að bankakerfið í dag sé ekki í nánd eins stórt og það var á árunum fyrir hrun og með mun hærri eiginfjárkröfu ásamt því að skulda nær eingöngu í krónum.Mun beygja sig undir niðurstöðu dómstóla Seðlabankinn hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið, nú síðast þegar Seðlabankinn hafnaði kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að eiga viðræður við hann um bætur vegna þess kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hefur haft í för með sér fyrir Þorstein og fyrirtæki hans. Þorsteinn hafði boðist til samþykkja greiðslu frá Seðlabankanum að fjárhæð samtals fimm milljónir króna. Ásgeir sagði að hann teldi eðlilegt að málið yrði útkljáð fyrir dómstólum og Seðlabankinn muni beygja sig undir niðurstöðu þeirra. Seðlabankinn Tengdar fréttir „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sat fyrir svörum í Kastljósi í kvöld þar sem hann var spurður út í þátttöku sína í bankakerfinu fyrir efnahagshrunið haustið 2008. Ásgeir sagðist aldrei á ævinni hafa talað gegn betri vitund og að hann hafi verið með svartsýnustu mönnum á þeim tíma. Ásgeir var á árunum fyrir hrun forstöðumaður greiningardeildar og aðalhagfræðingur Kaupþings. Eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í stól Seðlabankastjóra hafa ummæli hans í Íslandi í dag frá því í maí árið 2008, nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið, verið rifjuð upp. Þar var Ásgeir Jónsson mættur ásamt Ingólfi Bender til að ræða hagnað bankanna á fyrsta ársfjórðungi 2008. Sölvi Tryggvason var spyrill en hann sagði orðið á götunni hafa verið að bankarnir væru nánast gjaldþrota en síðan hafi þeir skilað blússandi hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins. Ásgeir sagði að það væri „hystería í gangi“ þegar hann kom inn á umræðu þess efnis að bjarga þyrfti bönkunum þremur. Ásgeir tók fram að niðursveiflan á Íslandi væri ekki komin fram á þessum tímapunkti en eftir sem áður gengi bönkunum alveg þokkalega.Gerði sér ekki grein fyrir veikum grunni bankanna Í Kastljósi kvöldsins var Ásgeir spurður hvort hann hefði talað gegn betri vitund í þessum þætti árið 2008 en Ásgeir svaraði því til að hann héldi að hann hefði aldrei á ævinni talað gegn betri vitund. Hann sagði að í þessari umræðu, um þátttöku hans fyrir hrun, hafi margt verið hermt upp á hann sem er ekki rétt. Hann sagði margar af þeim efnahagsspám sem hann lagði upp með hafa gegnið upp, þar á meðal spár hans um fasteignaverð og gengi krónunnar.Ásgeir Jónsson í Seðlabankanum í morgun.vísir/beb„En ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því á hve veikum grunni bankarnir stóðu,“ sagði Ásgeir í Kastljósinu og bætti við að í þessum þætti hafi þeir verið að einhverjum hætti einnig að ræða alþjóðlega fjármálakreppu og að íslensku bankarnir hafi verið of stórir fyrir Ísland á árunum fyrir hrun. Markmiðið með útrásinni hafi verið að auka áhættudreifingu bankanna og þess vegna fengu þeir mikla hækkun á lánshæfi.Lærði mikið af hruninu Ásgeir benti á að hann var 33 ára gamall þegar hann var skipaður aðalhagfræðingur Kaupþings og lærði heilmikið á þeim fjórum árum sem hann starfaði þar. Þegar hann var spurður hvaða lærdóm hann hefði dregið af hruninu svaraði hann að hann hefði lært ansi mikið á það hvernig fjármálamarkaðir virka og hvernig bankar starfa. „Þannig að ég lýt á það þannig að þessi fjögur ár hafi undirbúið mig verulega fyrir það starf sem ég hef núna 49 ára.“Trúin jafn mikilvæg í fjármálafræði og guðfræði Spurður hvort hann treysti íslensku bönkunum í dag svaraði Ásgeir að sá banki sem ekki nýtur trausts sé búinn. Það sé alveg eins með fjármálafræði og guðfræði, bæði byggja á trú eða trausti.Ásgeir sagðist ætla að beygja sig undir niðurstöðu dómstóla varðandi kröfu forstjóra Samherja um bætur.Vísir„Þannig að vitanlega treysti ég þeim bönkum sem nú starfa og sá banki sem ekki hefur traust er búinn,“ sagði Ásgeir og benti að bankakerfið í dag sé ekki í nánd eins stórt og það var á árunum fyrir hrun og með mun hærri eiginfjárkröfu ásamt því að skulda nær eingöngu í krónum.Mun beygja sig undir niðurstöðu dómstóla Seðlabankinn hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið, nú síðast þegar Seðlabankinn hafnaði kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að eiga viðræður við hann um bætur vegna þess kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hefur haft í för með sér fyrir Þorstein og fyrirtæki hans. Þorsteinn hafði boðist til samþykkja greiðslu frá Seðlabankanum að fjárhæð samtals fimm milljónir króna. Ásgeir sagði að hann teldi eðlilegt að málið yrði útkljáð fyrir dómstólum og Seðlabankinn muni beygja sig undir niðurstöðu þeirra.
Seðlabankinn Tengdar fréttir „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Sjá meira
„Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00
Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12