Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi – aftur Þór Rögnvaldsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Þann 3. júní birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem var svo tyrfin og leiðinleg að varla nokkur manneskja treysti sér til að lesa þau ósköp. Ég ætla því að gera nýja tilraun og reyna að koma inntakinu til skila á mannamáli. Samkvæmt Hegel – sem var þýskur heimspekingur á 19. öld – er hægt að tala um tvö félagsleg meginöfl sem eru – eftir atvikum – annars vegar hið Góða og hins vega hið Illa. Þessi tvö meginöfl eru annars vegar Ríkisvaldið og hins vegar Ríkidæmið. Þannig er t.d. auðsætt að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Auk þess er Ríkisvaldið fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa, vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er enn fremur auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið – auðæfi einstaklinganna – þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir þannig einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum ekki að leita á náðir heimspekinnar til þess að átta okkur á þessum hugtökum. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mæta vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – meginöflin tvö – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans var Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans var þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu heimur á villigötum vegna þess að hvort viðhorfið um sig útilokaði hitt: kommúnisminn útilokaði þá einstaklingshyggju sem hafði Ríkidæmið að markmiði; kapítalisminn útilokaði þá félagshyggju sem hafði Ríkisvaldið að markmiði. Hvort viðhorfið um sig var þannig einhliða, var einskonar „annaðhvort – eða“ ástand: hafði annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið að leiðarljósi. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur meginöflin tvö; við vitum að sannleikurinn er ekki í „annaðhvort – eða“ formi, heldur í forminu „bæði – og“. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum, skólum, vegakerfinu – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er á villigötum. Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum – og fer ekki í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglar hinum sterkari – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að dafna hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Samt er það svo að kapítalisminn er ekki síður á villigötum heldur en kommúnisminn. Kapítalisminn nefnilega er hjartalaus og nærist á græðgi einstaklinganna en sinnir ekki þjóðarhag. Framundan bíða mannkyns risastór útlausnarefni – sem kalla á einingu og samhug allra jarðarbarna – svo sem baráttan gegn mengun og náttúruspjöllum sem og baráttan gegn vopnuðum átökum og fyrir friði. Ef okkur jarðarbörnum á að takast að leysa þessi risastóru úrlausnarefni verður okkur að takast að losa okkur við kapítalismann – sem og einhliða hugsunarhátt hans.Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Tengdar fréttir Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. 3. júní 2019 07:00 Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Þann 3. júní birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem var svo tyrfin og leiðinleg að varla nokkur manneskja treysti sér til að lesa þau ósköp. Ég ætla því að gera nýja tilraun og reyna að koma inntakinu til skila á mannamáli. Samkvæmt Hegel – sem var þýskur heimspekingur á 19. öld – er hægt að tala um tvö félagsleg meginöfl sem eru – eftir atvikum – annars vegar hið Góða og hins vega hið Illa. Þessi tvö meginöfl eru annars vegar Ríkisvaldið og hins vegar Ríkidæmið. Þannig er t.d. auðsætt að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Auk þess er Ríkisvaldið fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa, vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er enn fremur auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið – auðæfi einstaklinganna – þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir þannig einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum ekki að leita á náðir heimspekinnar til þess að átta okkur á þessum hugtökum. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mæta vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – meginöflin tvö – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans var Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans var þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu heimur á villigötum vegna þess að hvort viðhorfið um sig útilokaði hitt: kommúnisminn útilokaði þá einstaklingshyggju sem hafði Ríkidæmið að markmiði; kapítalisminn útilokaði þá félagshyggju sem hafði Ríkisvaldið að markmiði. Hvort viðhorfið um sig var þannig einhliða, var einskonar „annaðhvort – eða“ ástand: hafði annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið að leiðarljósi. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur meginöflin tvö; við vitum að sannleikurinn er ekki í „annaðhvort – eða“ formi, heldur í forminu „bæði – og“. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum, skólum, vegakerfinu – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er á villigötum. Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum – og fer ekki í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglar hinum sterkari – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að dafna hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Samt er það svo að kapítalisminn er ekki síður á villigötum heldur en kommúnisminn. Kapítalisminn nefnilega er hjartalaus og nærist á græðgi einstaklinganna en sinnir ekki þjóðarhag. Framundan bíða mannkyns risastór útlausnarefni – sem kalla á einingu og samhug allra jarðarbarna – svo sem baráttan gegn mengun og náttúruspjöllum sem og baráttan gegn vopnuðum átökum og fyrir friði. Ef okkur jarðarbörnum á að takast að leysa þessi risastóru úrlausnarefni verður okkur að takast að losa okkur við kapítalismann – sem og einhliða hugsunarhátt hans.Höfundur er heimspekingur
Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. 3. júní 2019 07:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun