Fulltrúi ríkisins blessaði 150 milljóna starfslok Hörður Ægisson skrifar 21. ágúst 2019 08:15 Höskuldur Ólafsson lét af störfum sem bankastjóri Arion banka í apríl síðastliðnum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017 og samþykktar af stjórn bankans. Þær breytingar, sem tengdust annars vegar uppsagnarfresti og hins vegar samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra hjá sér samtals 150 milljóna króna kostnað vegna launa og launatengdra gjalda þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Höskuldur hefur neitað því að hann hafi verið rekinn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru fyrrnefndar breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans. Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka á þessum tíma var Kirstín Þ. Flygenring en stofnunin hélt þá utan um þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Sá hlutur var síðan seldur til Kaupþings, sem þá var stærsti hluthafi bankans, í ársbyrjun 2018 fyrir um 23,4 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum í lok síðustu viku, spurður um starfslokasamning Höskuldar, að fyrir honum liti þetta út „sem ótrúlegt bruðl“. Í svari til Markaðarins segir Arion banki að breyting á ráðningarsamningi Höskuldar hafi verið gerð þegar alþjóðlegt hlutafjárútboð og skráning bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð var í undirbúningi. Þetta hafi verið gert í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, hafi stigið til hliðar. „Markmiðið var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta Höskuldar fram að hlutafjárútboði og skráningu og í framhaldi af henni. Fyrir lá að það hefði einfaldlega skaðað og tafið útboðs- og skráningarferli bankans ef mannabreytingar yrðu bæði á stöðu stjórnarformanns og bankastjóra svo skömmu fyrir fyrirhugaða skráningu. Miklir hagsmunir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mikilvægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika með því að gera breytingar á ráðningarsamningi bankastjóra,“ segir í svari Arion. Starfslok Höskuldar hafi verið að fullu í samræmi við þann samning sem gerður var við hann árið 2017 og samanstóð af uppsagnarfresti og samningi um starfslok. Bankinn viðurkennir að kjörin hafi „vissulega [verið] óvenjuleg en aðstæður voru óvenjulegar í ljósi skráningar bankans á markað og mikilvægis þess að stöðugleiki ríkti í þessum æðstu stjórnunarstöðum bankans á þeim tíma.“ Ekkert varð hins vegar af fyrirhuguðum áformum um útboð og skráningu Arion banka haustið 2017 þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Bankinn var að lokum skráður á hlutabréfamarkað í kauphöllunum á Íslandi og í Svíþjóð í júní ári síðar. Laun Höskuldar á árinu 2018 námu samtals 67,5 milljónum króna auk árangurstengdra greiðslna að fjárhæð 7,2 milljónir. Þær greiðslur komu hins vegar til vegna rekstrarárangurs á árinu 2017. Hagnaður bankans á síðasta ári dróst saman um nærri helming og nam tæplega 7,8 milljörðum. Arðsemi Arion banka á eigið fé var aðeins 3,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Stjórnsýsla Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017 og samþykktar af stjórn bankans. Þær breytingar, sem tengdust annars vegar uppsagnarfresti og hins vegar samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra hjá sér samtals 150 milljóna króna kostnað vegna launa og launatengdra gjalda þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Höskuldur hefur neitað því að hann hafi verið rekinn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru fyrrnefndar breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans. Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka á þessum tíma var Kirstín Þ. Flygenring en stofnunin hélt þá utan um þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Sá hlutur var síðan seldur til Kaupþings, sem þá var stærsti hluthafi bankans, í ársbyrjun 2018 fyrir um 23,4 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum í lok síðustu viku, spurður um starfslokasamning Höskuldar, að fyrir honum liti þetta út „sem ótrúlegt bruðl“. Í svari til Markaðarins segir Arion banki að breyting á ráðningarsamningi Höskuldar hafi verið gerð þegar alþjóðlegt hlutafjárútboð og skráning bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð var í undirbúningi. Þetta hafi verið gert í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, hafi stigið til hliðar. „Markmiðið var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta Höskuldar fram að hlutafjárútboði og skráningu og í framhaldi af henni. Fyrir lá að það hefði einfaldlega skaðað og tafið útboðs- og skráningarferli bankans ef mannabreytingar yrðu bæði á stöðu stjórnarformanns og bankastjóra svo skömmu fyrir fyrirhugaða skráningu. Miklir hagsmunir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mikilvægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika með því að gera breytingar á ráðningarsamningi bankastjóra,“ segir í svari Arion. Starfslok Höskuldar hafi verið að fullu í samræmi við þann samning sem gerður var við hann árið 2017 og samanstóð af uppsagnarfresti og samningi um starfslok. Bankinn viðurkennir að kjörin hafi „vissulega [verið] óvenjuleg en aðstæður voru óvenjulegar í ljósi skráningar bankans á markað og mikilvægis þess að stöðugleiki ríkti í þessum æðstu stjórnunarstöðum bankans á þeim tíma.“ Ekkert varð hins vegar af fyrirhuguðum áformum um útboð og skráningu Arion banka haustið 2017 þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Bankinn var að lokum skráður á hlutabréfamarkað í kauphöllunum á Íslandi og í Svíþjóð í júní ári síðar. Laun Höskuldar á árinu 2018 námu samtals 67,5 milljónum króna auk árangurstengdra greiðslna að fjárhæð 7,2 milljónir. Þær greiðslur komu hins vegar til vegna rekstrarárangurs á árinu 2017. Hagnaður bankans á síðasta ári dróst saman um nærri helming og nam tæplega 7,8 milljörðum. Arðsemi Arion banka á eigið fé var aðeins 3,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Stjórnsýsla Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira