Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 19:56 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson í Kastljósi í kvöld þar sem hann sagðist ætla leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst aftur í september. Bjarni sagðist upphaflega ætlað að klára málið fyrr í sumar en að lokum ákveðið að taka sér lengri tíma og vanda ákvarðanatökuna vel í samráði við aðra innan flokksins. „Ég hef einfaldlega ákveðið að gefa mér þann tíma sem þessar aðstæður hafa kallað á og hlustað á flokksmenn, og ekki síður þingflokkinn,“ sagði Bjarni. Hann segir Þórdísi Kolbrúnu þekkja vel til þeirra verka sem eru á borði dómsmálaráðuneytisins en hún sinni ráðuneyti sem hún hafi mikinn áhuga á og muni að öllum líkindum halda áfram að sinna starfi sínu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Aðspurður hvort það kæmi til greina að Sigríður Andersen myndi snúa aftur í ríkisstjórn svaraði Bjarni játandi. Hún nyti bæði trausts innan þingflokksins og á meðal flokksmanna, væri reynslumikill ráðherra og einn af öflugustu stjórnmálamönnum landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sætt mikilli gagnrýni frá óánægðum flokksmönnum vegna orkupakkamálsins.vísir/vilhelmLítur ekki á umræðuna sem persónulega árás á sig Mikið hefur verið fjallað um klofning innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkupakkans. Segja sumir að um sé að ræða átök milli íhaldssamari væng flokksins og þess frjálslyndari. Þá hafa margir áhrifamenn innan flokksins gagnrýnt hann opinberlega, og jafnvel sagt sig úr honum.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Í viðtalinu sagði Bjarni það koma sér á óvart hve hátt umræðan um orkupakkann hafi farið á undanförnum mánuðum. Málið hafi lengi verið á borði Alþingis og verið til umræðu í fyrri ríkisstjórn. Það hafi fengið ítarlega og vandaða afgreiðslu og hann sæi því ekki efnislega ástæðu til þess að vísa því aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar, slíkt væri fordæmalaust. „Ég skynja það að mörgum er mjög mikið niðri fyrir og þegar ég hlusta á það sem menn eru að hafa helst áhyggjur af þá segi ég við sjálfan mig: Ég er alveg sammála þessu fólki um mikilvægi orkustefnu fyrir landið, að við getum nýtt orkuna fyrir framfarir í landinu fyrir landsmenn alla, að það skiptir máli að við gefum ekki frá okkur yfirráð í þessum mála flokki og við erum ekki að gera það í þessu tiltekna máli,“ sagði Bjarni og kallaði jafnframt eftir dýpri og skarpari umræðu í þessum málaflokki. Hann gaf lítið fyrir allt tal um klofning innan flokksins, málið væri vissulega umdeilt og slíkt væri skiljanlegt í stórum og breiðum flokki. Flokkurinn væri opinn fyrir umræðum og skoðanaskiptum og þau sjónarmið hefðu verið virt. Hann sagði flokkinn rætt við fólk innan flokksins um þeirra áhyggjuefni og átt í góðu sambandi við flokksmenn, sem sýndi sig hvað best í fjölda opinna funda sem Bjarni sagði vera í kringum sjötíu. Flokkurinn hefði því augljóslega ekkert að fela hvað varðar orkupakkann. Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30 Gamlir leiðtogar Sjálfstæðisflokks standa með Framsókn Framsóknarflokkurinn hefur átt sviðið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Vaxandi gremja er meðal sjálfstæðismanna með stöðuna og þróun mála, en fyrrverandi forystumenn flokksins í borgarstjórn gagnrýna nú félaga sína og taka upp hanskann fyrir Framsókn. 30. maí 2014 13:17 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson í Kastljósi í kvöld þar sem hann sagðist ætla leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst aftur í september. Bjarni sagðist upphaflega ætlað að klára málið fyrr í sumar en að lokum ákveðið að taka sér lengri tíma og vanda ákvarðanatökuna vel í samráði við aðra innan flokksins. „Ég hef einfaldlega ákveðið að gefa mér þann tíma sem þessar aðstæður hafa kallað á og hlustað á flokksmenn, og ekki síður þingflokkinn,“ sagði Bjarni. Hann segir Þórdísi Kolbrúnu þekkja vel til þeirra verka sem eru á borði dómsmálaráðuneytisins en hún sinni ráðuneyti sem hún hafi mikinn áhuga á og muni að öllum líkindum halda áfram að sinna starfi sínu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Aðspurður hvort það kæmi til greina að Sigríður Andersen myndi snúa aftur í ríkisstjórn svaraði Bjarni játandi. Hún nyti bæði trausts innan þingflokksins og á meðal flokksmanna, væri reynslumikill ráðherra og einn af öflugustu stjórnmálamönnum landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sætt mikilli gagnrýni frá óánægðum flokksmönnum vegna orkupakkamálsins.vísir/vilhelmLítur ekki á umræðuna sem persónulega árás á sig Mikið hefur verið fjallað um klofning innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkupakkans. Segja sumir að um sé að ræða átök milli íhaldssamari væng flokksins og þess frjálslyndari. Þá hafa margir áhrifamenn innan flokksins gagnrýnt hann opinberlega, og jafnvel sagt sig úr honum.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Í viðtalinu sagði Bjarni það koma sér á óvart hve hátt umræðan um orkupakkann hafi farið á undanförnum mánuðum. Málið hafi lengi verið á borði Alþingis og verið til umræðu í fyrri ríkisstjórn. Það hafi fengið ítarlega og vandaða afgreiðslu og hann sæi því ekki efnislega ástæðu til þess að vísa því aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar, slíkt væri fordæmalaust. „Ég skynja það að mörgum er mjög mikið niðri fyrir og þegar ég hlusta á það sem menn eru að hafa helst áhyggjur af þá segi ég við sjálfan mig: Ég er alveg sammála þessu fólki um mikilvægi orkustefnu fyrir landið, að við getum nýtt orkuna fyrir framfarir í landinu fyrir landsmenn alla, að það skiptir máli að við gefum ekki frá okkur yfirráð í þessum mála flokki og við erum ekki að gera það í þessu tiltekna máli,“ sagði Bjarni og kallaði jafnframt eftir dýpri og skarpari umræðu í þessum málaflokki. Hann gaf lítið fyrir allt tal um klofning innan flokksins, málið væri vissulega umdeilt og slíkt væri skiljanlegt í stórum og breiðum flokki. Flokkurinn væri opinn fyrir umræðum og skoðanaskiptum og þau sjónarmið hefðu verið virt. Hann sagði flokkinn rætt við fólk innan flokksins um þeirra áhyggjuefni og átt í góðu sambandi við flokksmenn, sem sýndi sig hvað best í fjölda opinna funda sem Bjarni sagði vera í kringum sjötíu. Flokkurinn hefði því augljóslega ekkert að fela hvað varðar orkupakkann.
Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30 Gamlir leiðtogar Sjálfstæðisflokks standa með Framsókn Framsóknarflokkurinn hefur átt sviðið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Vaxandi gremja er meðal sjálfstæðismanna með stöðuna og þróun mála, en fyrrverandi forystumenn flokksins í borgarstjórn gagnrýna nú félaga sína og taka upp hanskann fyrir Framsókn. 30. maí 2014 13:17 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30
Gamlir leiðtogar Sjálfstæðisflokks standa með Framsókn Framsóknarflokkurinn hefur átt sviðið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Vaxandi gremja er meðal sjálfstæðismanna með stöðuna og þróun mála, en fyrrverandi forystumenn flokksins í borgarstjórn gagnrýna nú félaga sína og taka upp hanskann fyrir Framsókn. 30. maí 2014 13:17
Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04
Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41