Þróaði blekkingaraðferð fyrir maraþonhlaupara Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 08:00 Þórarinn ætlar í hálft maraþon eftir morgundaginn og halda þeim vana að hlaupa langt einu sinni á ári. Fréttablaðið/Valli Það stemmir, ég er sjötugur,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, hressilega, spurður út í merkisafmælið sem hann á í dag. Hann kveðst verða í bænum. „Kona mín og synir eru búin að skipuleggja einhvern fagnað sem verður bara í lok mánaðarins og ég veit ekki mikið um. Það verður ekkert um að vera í dag nema hvað ég gef út bók sem heitir Til í að vera til. Það er ljóðabók, eða kannski frekar vísnakver, og það verður útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti klukkan fimm, þangað eru allir velkomnir.“ Um nýlegar yrkingar er að ræða, að sögn skáldsins. „Þetta eru stökur og limrur og svona stuttar hugleiðingar á bundnu formi ýmiss konar, sjötíu stykki í tilefni dagsins.“ Þann 24. ágúst, á Menningarnótt, ætlar Þórarinn að hlaupa hálft maraþon í nítjánda skipti. „Það er fastur siður hjá mér að hlaupa svona langt einu sinni á ári,“ segir hann og kveðst hafa þróað sérstaka blekkingaraðferð til að ná því markmiði. „Ég get alltaf hlaupið tíu kílómetra vandræðalaust, það veit ég. Þegar síðan kemur að þessu Reykjavíkurmaraþoni þá bara hleyp ég ósköp einfaldlega tíu kílómetra og segi við sjálfan mig fyrst: „Þetta er ekkert mál, þú veist að þú getur þetta alltaf.“ Þegar ég er búinn með þann sprett þá bara segi ég þetta aftur: „Þú veist þú getur alltaf hlaupið tíu kílómetra.“ Svo hleyp ég tíu kílómetra í viðbót og þá er einungis einn eftir til að ná hálfu maraþoni. Þetta svínvirkar!“ Þórarinn segist hafa verið svo heppinn bæði þegar hann varð fimmtugur og sextugur að Reykjavíkurmaraþonið hafi borið upp á afmælisdaginn. „Núna tókst mér einhvern veginn ekki að miða nógu vel, svo það er eftir tvo daga,“ segir hann og kveðst hlaupa til styrktar minningarsjóði sonar síns, Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Það er sjóður sem verðlaunar frábæra músíkanta á hverju ári. Þórarinn átti heima í Þjóðminjasafninu á uppvaxtarárum sínum og síðar á Bessastöðum, inntur eftir afmælum hans þar svarar hann: „Flest bernskuafmæli sem ég man eftir voru meðan ég var í sveit á Tjörn í Svarfaðardal. Þá var splæst kakói á allan krakkaskarann og afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Minni viðhöfn var ef ég var staddur í bænum, enda allir skólafélagar og vinir staddir víðsfjarri út um allar trissur. Í grennd við Tjörn á Þórarinn bústað með fjölskyldu sinni, hann nefnist Gullbringa. Spurður hvort hann hafi dvalið þar mikið í sumar svarar hann: „Já, við höfum pendlað dálítið á milli. Það er ýmsum erindum og skyldum að sinna hér syðra, bæði í sambandi við útgáfu og fjölskyldu, passa barnabörn og vaka yfir öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Það stemmir, ég er sjötugur,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, hressilega, spurður út í merkisafmælið sem hann á í dag. Hann kveðst verða í bænum. „Kona mín og synir eru búin að skipuleggja einhvern fagnað sem verður bara í lok mánaðarins og ég veit ekki mikið um. Það verður ekkert um að vera í dag nema hvað ég gef út bók sem heitir Til í að vera til. Það er ljóðabók, eða kannski frekar vísnakver, og það verður útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti klukkan fimm, þangað eru allir velkomnir.“ Um nýlegar yrkingar er að ræða, að sögn skáldsins. „Þetta eru stökur og limrur og svona stuttar hugleiðingar á bundnu formi ýmiss konar, sjötíu stykki í tilefni dagsins.“ Þann 24. ágúst, á Menningarnótt, ætlar Þórarinn að hlaupa hálft maraþon í nítjánda skipti. „Það er fastur siður hjá mér að hlaupa svona langt einu sinni á ári,“ segir hann og kveðst hafa þróað sérstaka blekkingaraðferð til að ná því markmiði. „Ég get alltaf hlaupið tíu kílómetra vandræðalaust, það veit ég. Þegar síðan kemur að þessu Reykjavíkurmaraþoni þá bara hleyp ég ósköp einfaldlega tíu kílómetra og segi við sjálfan mig fyrst: „Þetta er ekkert mál, þú veist að þú getur þetta alltaf.“ Þegar ég er búinn með þann sprett þá bara segi ég þetta aftur: „Þú veist þú getur alltaf hlaupið tíu kílómetra.“ Svo hleyp ég tíu kílómetra í viðbót og þá er einungis einn eftir til að ná hálfu maraþoni. Þetta svínvirkar!“ Þórarinn segist hafa verið svo heppinn bæði þegar hann varð fimmtugur og sextugur að Reykjavíkurmaraþonið hafi borið upp á afmælisdaginn. „Núna tókst mér einhvern veginn ekki að miða nógu vel, svo það er eftir tvo daga,“ segir hann og kveðst hlaupa til styrktar minningarsjóði sonar síns, Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Það er sjóður sem verðlaunar frábæra músíkanta á hverju ári. Þórarinn átti heima í Þjóðminjasafninu á uppvaxtarárum sínum og síðar á Bessastöðum, inntur eftir afmælum hans þar svarar hann: „Flest bernskuafmæli sem ég man eftir voru meðan ég var í sveit á Tjörn í Svarfaðardal. Þá var splæst kakói á allan krakkaskarann og afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Minni viðhöfn var ef ég var staddur í bænum, enda allir skólafélagar og vinir staddir víðsfjarri út um allar trissur. Í grennd við Tjörn á Þórarinn bústað með fjölskyldu sinni, hann nefnist Gullbringa. Spurður hvort hann hafi dvalið þar mikið í sumar svarar hann: „Já, við höfum pendlað dálítið á milli. Það er ýmsum erindum og skyldum að sinna hér syðra, bæði í sambandi við útgáfu og fjölskyldu, passa barnabörn og vaka yfir öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira