Fulltrúi Bankasýslunnar segist hafa „átt við ofurefli að etja“ Hörður Ægisson. skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Kirstín Flygering. Arion banki Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira