Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. ágúst 2019 12:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki viðstödd þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til landsins. Mynd/samsett Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Miðlar á borð við Washington Post, Associated Press, NPR, Aftenposten, New Zealand Herald, Russia today og La Vangardia greina frá því að Katrín muni ekki vera viðstödd þegar varaforsetinn kemur til landsins. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær kom fram í máli Katrínar að vera hennar á verkalýðsráðstefnunni hafi verið ákveðin fyrir löngu og að erfitt að samræma dagsetningar. Í sumum miðlanna kemur fram að það sé fordæmalaust að forsætisráðherra Íslands taki ekki á móti jafn áhrifamiklum ráðamanni og varaforseta Bandaríkjanna. Aðrir telja Katrínu með þessu sýna samstöðu með Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sem á nú í deilum við Donald Trump forseta Bandaríkjanna vegna hugmynda hans um að Bandaríkin kaupi Grænland. Það verður þó að teljast tæpt þar sem heimsókn Pence og ákvörðun Katrínar um að vera í Svíþjóð var tekin áður en Grænlandsmálið kom upp. Sumir miðlanna telja Katrínu viljandi hundsa Pence til að friða grasrót Vinstri Grænna sem sé á móti aðild Íslands í NATO og efins varnarsamstarf með Bandaríkjunum.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Fjarveran gagnrýnd hér heima Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir fjarveru Katrínar ámælisverða háttsemi gagnvart íslensku þjóðinni. „Ræða á fundi norrænna verkalýðsfélaga á að sjálfsögðu að víkja fyrir þeim skuldbindingum sem slíku heimboði fylgir. Í fjarverunni eru því fólgin formleg skilaboð,“ segir Þorsteinn í pistli á Hringbraut. „En með fjarveru sinni er forsætisráðherra líka að senda efnisleg skilaboð. Þau skaða gestinn lítið en veikja því meir málefnalega stöðu Íslands. Og það er sú háttsemi sem er ámælisverð.“ Ekki sé um kurteisisheimsókn að ræða. „Hún er til vitnis um alveg nýjan áhuga Bandaríkjanna á að ræða við ríkisstjórn Íslands um afar mikilvæg efni.“ Bandaríkin Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. 19. ágúst 2019 23:15 Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12 Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. 18. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Miðlar á borð við Washington Post, Associated Press, NPR, Aftenposten, New Zealand Herald, Russia today og La Vangardia greina frá því að Katrín muni ekki vera viðstödd þegar varaforsetinn kemur til landsins. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær kom fram í máli Katrínar að vera hennar á verkalýðsráðstefnunni hafi verið ákveðin fyrir löngu og að erfitt að samræma dagsetningar. Í sumum miðlanna kemur fram að það sé fordæmalaust að forsætisráðherra Íslands taki ekki á móti jafn áhrifamiklum ráðamanni og varaforseta Bandaríkjanna. Aðrir telja Katrínu með þessu sýna samstöðu með Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sem á nú í deilum við Donald Trump forseta Bandaríkjanna vegna hugmynda hans um að Bandaríkin kaupi Grænland. Það verður þó að teljast tæpt þar sem heimsókn Pence og ákvörðun Katrínar um að vera í Svíþjóð var tekin áður en Grænlandsmálið kom upp. Sumir miðlanna telja Katrínu viljandi hundsa Pence til að friða grasrót Vinstri Grænna sem sé á móti aðild Íslands í NATO og efins varnarsamstarf með Bandaríkjunum.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Fjarveran gagnrýnd hér heima Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir fjarveru Katrínar ámælisverða háttsemi gagnvart íslensku þjóðinni. „Ræða á fundi norrænna verkalýðsfélaga á að sjálfsögðu að víkja fyrir þeim skuldbindingum sem slíku heimboði fylgir. Í fjarverunni eru því fólgin formleg skilaboð,“ segir Þorsteinn í pistli á Hringbraut. „En með fjarveru sinni er forsætisráðherra líka að senda efnisleg skilaboð. Þau skaða gestinn lítið en veikja því meir málefnalega stöðu Íslands. Og það er sú háttsemi sem er ámælisverð.“ Ekki sé um kurteisisheimsókn að ræða. „Hún er til vitnis um alveg nýjan áhuga Bandaríkjanna á að ræða við ríkisstjórn Íslands um afar mikilvæg efni.“
Bandaríkin Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. 19. ágúst 2019 23:15 Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12 Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. 18. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. 19. ágúst 2019 23:15
Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58
Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42
Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45
Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12
Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18
Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12
Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. 18. ágúst 2019 20:00