Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 14:18 Frá leit í Þingvallavatni þann 10. ágúst síðastliðinn. Landsbjörg Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50
Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21
Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25