Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 14:18 Frá leit í Þingvallavatni þann 10. ágúst síðastliðinn. Landsbjörg Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50
Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21
Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25