Langur biðtími er veruleiki sem gigtveikir þurfa að búa við Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2019 20:45 Emil Tóroddsen, framkvæmdarstjóri Gigtarfélags Íslans. Vísir/Baldur Hrafnkell Allt að tólf mánaða bið er eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands segir þá sem nýlega hafa greinst finna mest fyrir biðinni. Landlæknir réðst í hlutaúttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrri hluta þessa árs eftir að ábendingar höfðu borist frá notendum þjónustunnar um langan biðtíma hjá heilbrigðisstofnunum og á starfsstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna. Viðmið embættisins eru frá árinu 2016. Ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi eru 30 daga. Biðtími í dag er frá tveimur mánuðum og upp í tólf. Mat embættisins er að slík bið getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði gigtveikra. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf á að jafna. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands er einn þeirra sem er á biðlista.Veruleiki sem mátti búast við Svona við fyrstu sýn eftir að hafa skannað skýrsluna þá kemur fátt mér á óvart. Það sem kemur kannski mest á óvart er að þessi bið er ívið lengri en ég átti von á,“ segir Emil Tóroddsen, framkvæmdarstjóri Gigtarfélags Íslands. Emil segir mikilvægt að samspil milli heilsugæslu og sérfræðinga sér í lagi og á þá geti notendur þjónustunnar farið nokkuð hratt í gegn. Hann segir að efla þurfi til muna göngudeildarþjónustu Landspítalans.Hvaða hópur gigtveikra er verst settur sem þarf að bíða þetta lengi? „Ég mundi nú segja að númer eitt væri það fólk sem er að greinast, er ekki komið í tengsl við sérfræðinginn,“ segir Emil. Með skýrslu Landlæknis sendi embættið frá sér ábendingar til heilbrigðisráðuneytisins, göngudeildar Landspítalans, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar um hvað þurfi að bæta úr.Hvað vonastu eftir að sjá eftir að þessi skýrsla kom út? „Eftir að ég var búinn að lesa yfir hana hugsaði ég, og hvað svo? Hvert fer skýrslan?,“ spyr Emil. „En ef maður skoðar flest af þessu, þá veit maður alveg hvað vantar.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bið eftir tíma hjá gigtarlækni allt að tólf mánuðir Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. 22. ágúst 2019 12:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Allt að tólf mánaða bið er eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands segir þá sem nýlega hafa greinst finna mest fyrir biðinni. Landlæknir réðst í hlutaúttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrri hluta þessa árs eftir að ábendingar höfðu borist frá notendum þjónustunnar um langan biðtíma hjá heilbrigðisstofnunum og á starfsstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna. Viðmið embættisins eru frá árinu 2016. Ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi eru 30 daga. Biðtími í dag er frá tveimur mánuðum og upp í tólf. Mat embættisins er að slík bið getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði gigtveikra. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf á að jafna. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands er einn þeirra sem er á biðlista.Veruleiki sem mátti búast við Svona við fyrstu sýn eftir að hafa skannað skýrsluna þá kemur fátt mér á óvart. Það sem kemur kannski mest á óvart er að þessi bið er ívið lengri en ég átti von á,“ segir Emil Tóroddsen, framkvæmdarstjóri Gigtarfélags Íslands. Emil segir mikilvægt að samspil milli heilsugæslu og sérfræðinga sér í lagi og á þá geti notendur þjónustunnar farið nokkuð hratt í gegn. Hann segir að efla þurfi til muna göngudeildarþjónustu Landspítalans.Hvaða hópur gigtveikra er verst settur sem þarf að bíða þetta lengi? „Ég mundi nú segja að númer eitt væri það fólk sem er að greinast, er ekki komið í tengsl við sérfræðinginn,“ segir Emil. Með skýrslu Landlæknis sendi embættið frá sér ábendingar til heilbrigðisráðuneytisins, göngudeildar Landspítalans, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar um hvað þurfi að bæta úr.Hvað vonastu eftir að sjá eftir að þessi skýrsla kom út? „Eftir að ég var búinn að lesa yfir hana hugsaði ég, og hvað svo? Hvert fer skýrslan?,“ spyr Emil. „En ef maður skoðar flest af þessu, þá veit maður alveg hvað vantar.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bið eftir tíma hjá gigtarlækni allt að tólf mánuðir Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. 22. ágúst 2019 12:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Bið eftir tíma hjá gigtarlækni allt að tólf mánuðir Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. 22. ágúst 2019 12:00