Heldur tónleika á svölum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 09:30 Ármann á svölunum með hundinum Bono sem verður yfir öryggismálum á tónleikunum. Fréttablaðið/Valli Ármann Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir að vera einn af Ljótu hálfvitunum, stendur fyrir tónlistarhátíðinni Rauðagerðisbrekkan 2019 síðdegis á morgun, laugardag, og auðvitað er ókeypis „inn“. Hann segir fimm hljómsveitir koma fram á svölum efstu hæðar Rauðagerðis 16. Þær eigi það sameiginlegt að einn eða fleiri hljómsveitarmeðlima búi í íbúðinni. Sveitirnar eru: Refur, Góða fólkið, Shockmonkey, A Band on stage og Down & Out. Athygli vekur að Ljótu hálfvitarnir eru ekki meðal þátttakenda þarna á svölunum. Ármann segir það vera af burðarþolstengdum ástæðum. „Þetta eru ekki níu manna svalir og auk þess áttu ekki allir heimangengt.“ Þegar nánar er grennslast fyrir er Ármann sjálfur í fjórum sveitanna sem fram koma og Loftur Loftsson er með honum í þremur þeirra. Dóttir Ármanns og tengdasonur, sem einnig búa í húsinu, eru með honum í Shockmonkey. Spurður hvort hann hafi haldið tónleika þarna áður svarar Ármann: „Nei, ég er tiltölulega nýfluttur hingað í Rauðagerðið. Ég bjó í nokkur ár við Sogaveginn og þá var brekkan fyrir neðan mig en nú er ég kominn niður fyrir brekkuna og hún hentar vel sem áheyrendasvæði. Konan mín fékk hugmyndina að þessum tónleikum og ég greip hana á lofti, ekki síst af því að þegar ég varð fimmtugur á síðasta ári setti ég mér það markmið að halda fimmtíu og tvö gigg á þessu ári og skulda mér dálítið af þeim enn.“ Ármann kveðst einmitt hafa notað fimmtugsafmælið til að smala saman þeim hljómsveitum sem hann hafði spilað með gegnum tíðina. „Sumar þeirra voru ekki starfandi en lifnuðu aftur við. Dúettinn Down & Out er elsta sveitin af þessum fimm, hún var stofnuð fyrir 30 árum. Í henni erum við Þorgeir Tryggvason, æskuvinur minn. Hún er fyrsti vísirinn að Ljótu hálfvitunum sem við erum báðir í.“ Ármann spilar á gítar og syngur líka í Down & Out, þar er pínu súrrealismi í gangi, að hans sögn. „Hin böndin eru popp/rokk-kennd, nema Góða fólkið sem er aðallega í þjóðlagatónlist.“ Sér hann fyrir sér að ná markmiðinu um fimmtíu og tvenna tónleika á árinu? „Það er dálítið bókað hjá mér í september en ég þarf samt að spýta í lófana. Er heimalningur á ágætum tónleikastað, Djúpinu undir Horninu í Hafnarstræti. Það hentar mér vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Ármann Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir að vera einn af Ljótu hálfvitunum, stendur fyrir tónlistarhátíðinni Rauðagerðisbrekkan 2019 síðdegis á morgun, laugardag, og auðvitað er ókeypis „inn“. Hann segir fimm hljómsveitir koma fram á svölum efstu hæðar Rauðagerðis 16. Þær eigi það sameiginlegt að einn eða fleiri hljómsveitarmeðlima búi í íbúðinni. Sveitirnar eru: Refur, Góða fólkið, Shockmonkey, A Band on stage og Down & Out. Athygli vekur að Ljótu hálfvitarnir eru ekki meðal þátttakenda þarna á svölunum. Ármann segir það vera af burðarþolstengdum ástæðum. „Þetta eru ekki níu manna svalir og auk þess áttu ekki allir heimangengt.“ Þegar nánar er grennslast fyrir er Ármann sjálfur í fjórum sveitanna sem fram koma og Loftur Loftsson er með honum í þremur þeirra. Dóttir Ármanns og tengdasonur, sem einnig búa í húsinu, eru með honum í Shockmonkey. Spurður hvort hann hafi haldið tónleika þarna áður svarar Ármann: „Nei, ég er tiltölulega nýfluttur hingað í Rauðagerðið. Ég bjó í nokkur ár við Sogaveginn og þá var brekkan fyrir neðan mig en nú er ég kominn niður fyrir brekkuna og hún hentar vel sem áheyrendasvæði. Konan mín fékk hugmyndina að þessum tónleikum og ég greip hana á lofti, ekki síst af því að þegar ég varð fimmtugur á síðasta ári setti ég mér það markmið að halda fimmtíu og tvö gigg á þessu ári og skulda mér dálítið af þeim enn.“ Ármann kveðst einmitt hafa notað fimmtugsafmælið til að smala saman þeim hljómsveitum sem hann hafði spilað með gegnum tíðina. „Sumar þeirra voru ekki starfandi en lifnuðu aftur við. Dúettinn Down & Out er elsta sveitin af þessum fimm, hún var stofnuð fyrir 30 árum. Í henni erum við Þorgeir Tryggvason, æskuvinur minn. Hún er fyrsti vísirinn að Ljótu hálfvitunum sem við erum báðir í.“ Ármann spilar á gítar og syngur líka í Down & Out, þar er pínu súrrealismi í gangi, að hans sögn. „Hin böndin eru popp/rokk-kennd, nema Góða fólkið sem er aðallega í þjóðlagatónlist.“ Sér hann fyrir sér að ná markmiðinu um fimmtíu og tvenna tónleika á árinu? „Það er dálítið bókað hjá mér í september en ég þarf samt að spýta í lófana. Er heimalningur á ágætum tónleikastað, Djúpinu undir Horninu í Hafnarstræti. Það hentar mér vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög