Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 10:57 Fox & Friends er á dagskrá Fox sjónvarpsstöðvarinnar á hverjum virkum morgni. Þátturinn er í miklu uppáhaldi hjá Bandaríkjaforseta. Vísir/getty Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019 Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10