Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 14:41 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda, vinstra megin á myndinni, hússins. Vísir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. Forsetinn fyrrverandi deilir þessu með fylgjendum sínum á Twitter. Vísir greindi frá því fyrr í sumar að Ólafur hefði fjárfest í hvíta og bláa húsinu sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður hans Grími Kristgeirssyni hárskera.When I entered the old family house in #Isafjordur earlier today as the new owner a wealth of memories from my youth filled my mind. The people of the town have for nearly a century called the house #GrimsHouse - Grimshus; after my father. pic.twitter.com/In3riwghKn— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) August 23, 2019 Ólafur, sem fæddist á Ísafirði 14. maí 1943, ólst upp í íbúð í suðurenda hússins sem foreldrar hans Grímur og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar áttu. Sleit Ólafur barnsskónum á Ísafirði en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá ættingjum á Þingeyri. Grímur Kristgeirsson fæddist í Bakkakoti í Skorradal 29. september árið 1897. Hann vann lengi vel á búi foreldra sinna í Lækjarhvammi við Reykjavík, en síðan ýmis störf í höfuðstaðnum og stundaði um skeið nám í rakaraiðn uns hann réðst til Ísafjarðar árið 1920. Þar starfaði hann sem lögregluþjónn í fjögur ár við góðan orðstír. Hann kom sér upp rakarastofu á Ísafirði árið 1924 og stundaði síðan iðn sína á Ísafirði til 1953 en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Grímur starfrækti svo rakarastofu á Keflavíkurflugvelli, uns hann veiktist og varð að gangast undir uppskurð sem ekki reyndist geta bjargað lífi hans. Hann lést mánudaginn 19. apríl 1971. Svanhildur var frá Þingeyri en þau Grímur gengu í hjónaband árið 1939. Ólaf eignuðust þau Svanhildur og Grímur sem fyrr segir árið 1943. Svanhildur varð snemma heilsuveil og þurfti að dvelja á sjúkrahúsum fjarri heimili sínu langtímum saman. Hún lést eftir langvarandi veikindi sumarið 1966, rétt rúmlega fimmtug að aldri. Ólafur hefur ávallt borið hlýhug til Ísafjarðar og er skemmst að nefna færslu hans á Twitter frá því í síðasta mánuði þar sem hann deildi mynd af Napóleonsköku fyrir framan Eiffelturninn í París. Hann lýsti því um leið yfir að hún væri ekki nærri því eins góð og samskonar kaka sem bökuð er í Gamla bakaríinu í heimabæ hans Ísafirði.A #Napoleon in #Paris. Not as good as in the Old Bakery in my hometown #Isafjordur! pic.twitter.com/4ZhWCfWqPj— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) May 25, 2019 Árið 1998, á afmælisdegi Ólafs þann 14. maí, átti sér stað merkilegur viðburður á Ísafirði þegar Margrét Þórhildur II Danadrottning heimsótti Ísfirðinga og nærsveitunga ásamt Hinriki prins heitnum, eiginmanni hennar. Með í för voru Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin eiginkona hans. Með þessari ferð fetuðu bæði Margrét Danadrottning og Ólafur Ragnar í fótspor feðra sinna, eins og DV sagði frá árið 1998, því í ágúst árið 1938 heimsóttu foreldrar Margrétar, Friðrik Krónprins og Ingiríður prinsessa, Ísafjörð.Ólafur Ragnar, Hinrik, Margrét Þórhildur og Guðrún Katrín á Silfurtorgi á Ísafirði árið 1998.Ljósmyndasafn ReykjavíkurFaðir Ólafs, Grímur Kristgeirsson, var þá bæjarfulltrúi á Ísafirði og í móttökuliði Friðriks og Ingiríðar. Bæjarstjórn Ísafjarðar tók á móti konunglegu hjónunum í Simsongarðinum í Tungudal sem var sumarbústaður í eigu Martins A. Simsons sem var af dönsku bergi brotinn. Simson var ljósmyndari og tók mynd af móttökunni í garðinum hans en Ólafur Ragnar færði Margréti Þórhildi myndina, þar sem sjá mátti feður Margrétar og Ólafs, þegar hann fór í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti árið 1996. Í heimsókninni til Ísafjarðar árið 1998 fóru Ólafur, Guðrún, Margrét og Hinrik á Silfurtorg þar sem blasti við þeim heljarinnar móttaka þar sem eigendur Gamla bakarísins færðu Ólafi stærðar afmælistertu að gjöf. Hús og heimili Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. Forsetinn fyrrverandi deilir þessu með fylgjendum sínum á Twitter. Vísir greindi frá því fyrr í sumar að Ólafur hefði fjárfest í hvíta og bláa húsinu sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður hans Grími Kristgeirssyni hárskera.When I entered the old family house in #Isafjordur earlier today as the new owner a wealth of memories from my youth filled my mind. The people of the town have for nearly a century called the house #GrimsHouse - Grimshus; after my father. pic.twitter.com/In3riwghKn— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) August 23, 2019 Ólafur, sem fæddist á Ísafirði 14. maí 1943, ólst upp í íbúð í suðurenda hússins sem foreldrar hans Grímur og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar áttu. Sleit Ólafur barnsskónum á Ísafirði en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá ættingjum á Þingeyri. Grímur Kristgeirsson fæddist í Bakkakoti í Skorradal 29. september árið 1897. Hann vann lengi vel á búi foreldra sinna í Lækjarhvammi við Reykjavík, en síðan ýmis störf í höfuðstaðnum og stundaði um skeið nám í rakaraiðn uns hann réðst til Ísafjarðar árið 1920. Þar starfaði hann sem lögregluþjónn í fjögur ár við góðan orðstír. Hann kom sér upp rakarastofu á Ísafirði árið 1924 og stundaði síðan iðn sína á Ísafirði til 1953 en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Grímur starfrækti svo rakarastofu á Keflavíkurflugvelli, uns hann veiktist og varð að gangast undir uppskurð sem ekki reyndist geta bjargað lífi hans. Hann lést mánudaginn 19. apríl 1971. Svanhildur var frá Þingeyri en þau Grímur gengu í hjónaband árið 1939. Ólaf eignuðust þau Svanhildur og Grímur sem fyrr segir árið 1943. Svanhildur varð snemma heilsuveil og þurfti að dvelja á sjúkrahúsum fjarri heimili sínu langtímum saman. Hún lést eftir langvarandi veikindi sumarið 1966, rétt rúmlega fimmtug að aldri. Ólafur hefur ávallt borið hlýhug til Ísafjarðar og er skemmst að nefna færslu hans á Twitter frá því í síðasta mánuði þar sem hann deildi mynd af Napóleonsköku fyrir framan Eiffelturninn í París. Hann lýsti því um leið yfir að hún væri ekki nærri því eins góð og samskonar kaka sem bökuð er í Gamla bakaríinu í heimabæ hans Ísafirði.A #Napoleon in #Paris. Not as good as in the Old Bakery in my hometown #Isafjordur! pic.twitter.com/4ZhWCfWqPj— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) May 25, 2019 Árið 1998, á afmælisdegi Ólafs þann 14. maí, átti sér stað merkilegur viðburður á Ísafirði þegar Margrét Þórhildur II Danadrottning heimsótti Ísfirðinga og nærsveitunga ásamt Hinriki prins heitnum, eiginmanni hennar. Með í för voru Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin eiginkona hans. Með þessari ferð fetuðu bæði Margrét Danadrottning og Ólafur Ragnar í fótspor feðra sinna, eins og DV sagði frá árið 1998, því í ágúst árið 1938 heimsóttu foreldrar Margrétar, Friðrik Krónprins og Ingiríður prinsessa, Ísafjörð.Ólafur Ragnar, Hinrik, Margrét Þórhildur og Guðrún Katrín á Silfurtorgi á Ísafirði árið 1998.Ljósmyndasafn ReykjavíkurFaðir Ólafs, Grímur Kristgeirsson, var þá bæjarfulltrúi á Ísafirði og í móttökuliði Friðriks og Ingiríðar. Bæjarstjórn Ísafjarðar tók á móti konunglegu hjónunum í Simsongarðinum í Tungudal sem var sumarbústaður í eigu Martins A. Simsons sem var af dönsku bergi brotinn. Simson var ljósmyndari og tók mynd af móttökunni í garðinum hans en Ólafur Ragnar færði Margréti Þórhildi myndina, þar sem sjá mátti feður Margrétar og Ólafs, þegar hann fór í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti árið 1996. Í heimsókninni til Ísafjarðar árið 1998 fóru Ólafur, Guðrún, Margrét og Hinrik á Silfurtorg þar sem blasti við þeim heljarinnar móttaka þar sem eigendur Gamla bakarísins færðu Ólafi stærðar afmælistertu að gjöf.
Hús og heimili Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira