Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 19:14 Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira