Íslenski boltinn

Þróttur í Pepsi Max-deildina en FH-stúlkur þurfa að bíða

Smári Jökull Jónsson skrifar
Linda Líf Boama skoraði tvö mörk í kvöld.
Linda Líf Boama skoraði tvö mörk í kvöld. mynd/mummi lú
Þróttur frá Reykjavík tryggði sér í kvöld sæti í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu með öruggum sigri á ÍA á Akranesi.

Fyrir leikinn í kvöld voru Þróttarar með 11 stiga forskot á Tindastól í þriðja sætii Inkasso-deildarinnar og því ljóst að sigur gegn ÍA myndi tryggja þeim sæti í deild þeirra bestu að ári. Skagastúlkur voru í 6.sæti fyrir leikinn.

Þróttur komst yfir á 43.mínútu með marki frá Lindu Líf Boama og tryggðu svo sigurinn endanlega í síðari hálfleik með þremur mörkum. Lokatölur 4-0 og Þróttur því komið í Pepsi-Max deildina á ný eftir að hafa leikið þar síðast árið 2015.

FH átti einnig möguleika á að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Þær mættu Haukum á heimavelli og hefðu með sigri tryggt sér annað sæti deildarinnar.

Sú varð þó ekki raunin. Haukar komust í 5-0 strax í fyrri hálfleik og þó svo að FH-stúlkur hafi aðeins lagað stöðuna þá dugði það ekki til. Haukar unnu 5-3 sigur og FH-ingar þurfa því að bíða aðeins eftir að geta fagnað sæti í Pepsi Max-deildinni.

Staða FH er þó góð, þær eru með 10 stiga forskot á Tindastól í þriðja sætinu sem á leik til góða. Tapi Tindastóll gegn Grindavík á morgun er FH komið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×