Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 23. ágúst 2019 20:14 Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa báðir hótað Brasilíumönnum að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði eldarnir í Amasón ekki slökktir. getty/Mustafa Yalcin Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá. Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá.
Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15
Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15