„Miklu hreinlegra, þægilegra og rólegra“ að pissa sitjandi frekar en standandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 20:45 Gunnar Örn Ingólfsson, sálfræðingur, mælir með því að karlmenn sitji frekar á klósettinu en standi og færir fyrir því margvísleg rök. vísir/getty Grein sem sálfræðingurinn Gunnar Örn Ingólfsson skrifaði á Vísi í vikunni undir yfirskriftinni „Hlandfýlan“ hefur vakið töluverða athygli. Í greininni fjallar hann um hvernig það kom til að hann hætti að pissa standandi, líkt og er karlmanna siður, og fór að pissa sitjandi. Hann færir ýmis rök fyrir því að betra sé fyrir karlmenn að pissa sitjandi, meðal annars að auðveldara sé að tæma blöðruna og aðrir sem nota klósettið eigi þar góða stund því ekki sé hlandlykt eða pissufruss að angra þá. Gunnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði það sína reynslu að það væri betra að tæma blöðruna ef maður pissar sitjandi. „Já, allavega er það mín lífsreynsla, eða upplifun, að maður slakar miklu meira á, maður þarf ekkert að hrista eða svona. Maður notar bara eitt bréfsnifsi og þá er þetta bara búið. Þetta er miklu hreinlegra, þægilegra og rólegra,“ segir Gunnar sem rifjar það upp í greininni að sem barni var honum kennt að sitja á klósettinu þegar verið var að venja hann af bleyjunni. „Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu,“ segir í greininni.Gunnar Örn Ingólfsson, sálfræðingur.Grunar að þetta hafi eitthvað með karlmennskuna að gera Aðspurður um ástæðuna fyrir því að strákar séu látnir standa upp á þessum mótunarárum og hvort það hafi eitthvað með karlmennskuna að gera segir Gunnar: „Það er það sem mann grunar og virðist vera. Svona kennir maður karli að pissa og svona kennir maður stelpu að pissa. Það er samt miðað við þær rannsóknir sem ég hef kynnt mér út frá þessu þá var ekki nein ástæða til þess að standa sem ég gat rekið mig á. Það eru engar vísindalegar ástæður.“ Gunnar segist ekkert hafa skilið í því hvers vegna það hefði alltaf verið hlandfýla á klósettinu hans þegar hann flutti í eigin íbúð. Það hafi hins vegar breyst þegar hann fór að pissa sitjandi því þá fóru ekki litlir hlanddropar á klósettið og í kringum það sem maður tekur ekki eftir að koma þegar verið er að pissa standandi. Gunnar hefur orðið var við það að karlmönnum þyki óþægilegt að ræða þetta, að pissa standandi. Spurður hvers vegna hann telji svo vera segir hann: „Líklega er þetta tengt því að við viljum ekki láta benda okkur á ef eitthvað sem við gerum er ekki vel liðið eða ekki rétt jafnvel. Þetta er svo rótgróið og lítið hugsað út í þetta. Þetta virðist trufla mikið. Svo ef við tölum um þessa karlmennsku og þetta tengist því einhvern veginn, án þess að maður hafi staðfestingu á því þá grunar mann það, þá er hún oft viðkvæmur partur af sjálfsálitinu og tengist tilfinningum.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Grein sem sálfræðingurinn Gunnar Örn Ingólfsson skrifaði á Vísi í vikunni undir yfirskriftinni „Hlandfýlan“ hefur vakið töluverða athygli. Í greininni fjallar hann um hvernig það kom til að hann hætti að pissa standandi, líkt og er karlmanna siður, og fór að pissa sitjandi. Hann færir ýmis rök fyrir því að betra sé fyrir karlmenn að pissa sitjandi, meðal annars að auðveldara sé að tæma blöðruna og aðrir sem nota klósettið eigi þar góða stund því ekki sé hlandlykt eða pissufruss að angra þá. Gunnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði það sína reynslu að það væri betra að tæma blöðruna ef maður pissar sitjandi. „Já, allavega er það mín lífsreynsla, eða upplifun, að maður slakar miklu meira á, maður þarf ekkert að hrista eða svona. Maður notar bara eitt bréfsnifsi og þá er þetta bara búið. Þetta er miklu hreinlegra, þægilegra og rólegra,“ segir Gunnar sem rifjar það upp í greininni að sem barni var honum kennt að sitja á klósettinu þegar verið var að venja hann af bleyjunni. „Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu,“ segir í greininni.Gunnar Örn Ingólfsson, sálfræðingur.Grunar að þetta hafi eitthvað með karlmennskuna að gera Aðspurður um ástæðuna fyrir því að strákar séu látnir standa upp á þessum mótunarárum og hvort það hafi eitthvað með karlmennskuna að gera segir Gunnar: „Það er það sem mann grunar og virðist vera. Svona kennir maður karli að pissa og svona kennir maður stelpu að pissa. Það er samt miðað við þær rannsóknir sem ég hef kynnt mér út frá þessu þá var ekki nein ástæða til þess að standa sem ég gat rekið mig á. Það eru engar vísindalegar ástæður.“ Gunnar segist ekkert hafa skilið í því hvers vegna það hefði alltaf verið hlandfýla á klósettinu hans þegar hann flutti í eigin íbúð. Það hafi hins vegar breyst þegar hann fór að pissa sitjandi því þá fóru ekki litlir hlanddropar á klósettið og í kringum það sem maður tekur ekki eftir að koma þegar verið er að pissa standandi. Gunnar hefur orðið var við það að karlmönnum þyki óþægilegt að ræða þetta, að pissa standandi. Spurður hvers vegna hann telji svo vera segir hann: „Líklega er þetta tengt því að við viljum ekki láta benda okkur á ef eitthvað sem við gerum er ekki vel liðið eða ekki rétt jafnvel. Þetta er svo rótgróið og lítið hugsað út í þetta. Þetta virðist trufla mikið. Svo ef við tölum um þessa karlmennsku og þetta tengist því einhvern veginn, án þess að maður hafi staðfestingu á því þá grunar mann það, þá er hún oft viðkvæmur partur af sjálfsálitinu og tengist tilfinningum.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira