Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 22:23 Þessa mynd birti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á Twitter-síðu sinni á Menningarnótt árið 2016 þegar hann hélt vöfflukaffi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. Ekkert vöfflukaffi verður hins vegar á morgun vegna framkvæmda sem standa yfir í götunni en Óðinsgatan er sundurgrafin eins og borgarstjóri orðaði það í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þá var rætt við hann og Björgu Jónsdóttur, verkefnastjóra Menningarnætur, um morgundaginn þegar fjöldi menningarviðburða verður víðs vegar um borgina, flestir þeirra í miðbænum. „Öll miðborgin er undir þannig að það er nóg um að vera og ég mæli með því að fólk skoði dagskrána inn á menningarnott.is eða taki bara strætó niður í bæ, gangi um og láti koma sér á óvart. Það er fullt í boði,“ segir Björg. Dagur tekur undir með Björgu um að láta koma sér á óvart. „Það sem mér finnst svo skemmtilegt við Menningarnótt er þegar íbúar sjálfir og fyrirtæki brydda upp á einhverju óvæntu. Það eru margar götur sem hafa tekið sig saman um markaði, þeir eru úti um allt. Alls konar hátíðir, þeir sem vilja dansa fara út á Hagatorg, þeir sem vilja fara á tónleika geta farið á þá um alla miðborgina eiginlega. Svo er líka bara svo skemmtilegt að hitta gamla kunningja eða eignast nýja vini til dæmis í karókí hjá útitaflinu þannig að það eru ótal möguleikar,“ segir Dagur en viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar, fréttamanns, við hann og Björgu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. Ekkert vöfflukaffi verður hins vegar á morgun vegna framkvæmda sem standa yfir í götunni en Óðinsgatan er sundurgrafin eins og borgarstjóri orðaði það í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þá var rætt við hann og Björgu Jónsdóttur, verkefnastjóra Menningarnætur, um morgundaginn þegar fjöldi menningarviðburða verður víðs vegar um borgina, flestir þeirra í miðbænum. „Öll miðborgin er undir þannig að það er nóg um að vera og ég mæli með því að fólk skoði dagskrána inn á menningarnott.is eða taki bara strætó niður í bæ, gangi um og láti koma sér á óvart. Það er fullt í boði,“ segir Björg. Dagur tekur undir með Björgu um að láta koma sér á óvart. „Það sem mér finnst svo skemmtilegt við Menningarnótt er þegar íbúar sjálfir og fyrirtæki brydda upp á einhverju óvæntu. Það eru margar götur sem hafa tekið sig saman um markaði, þeir eru úti um allt. Alls konar hátíðir, þeir sem vilja dansa fara út á Hagatorg, þeir sem vilja fara á tónleika geta farið á þá um alla miðborgina eiginlega. Svo er líka bara svo skemmtilegt að hitta gamla kunningja eða eignast nýja vini til dæmis í karókí hjá útitaflinu þannig að það eru ótal möguleikar,“ segir Dagur en viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar, fréttamanns, við hann og Björgu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira