Hefja kornskurð óvenju snemma undir Eyjafjöllum eftir frábært hlýindasumar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2019 22:40 Kornskurðarvélin á ökrum Þorvaldseyrar í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Stór hluti uppskerunnar fer í ölgerð og bakarí. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kornakrarnir undir Eyjafjöllum eru orðnir bleikir, - enn eitt dæmið um óvenju hagstætt tíðarfar í sumar. Bændurnir á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Páll Eggert, sonur hans, ræstu kornskurðarvélina í dag en þeir hafa oft ekki hafið kornslátt fyrr en komið er fram undir miðjan september. „En það er bara búið að vera svo frábært sumar og mikil hlýindi, eins og er í dag. Hérna er sextán stigi hiti og vindur. Kornið þornar bara á stráinu og það er kjörið að taka kornið á þessu stigi,“ segir Ólafur og minnist þess raunar að hafa áður byrjað kornskurð í endaðan ágúst.Bleikir akrar Þorvaldseyrar í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það hefur gengið á ýmsu í kornræktinni undanfarin ár og eftir lélegt ár í fyrra gleðst bóndinn yfir góðri uppskeru í ár. „Já, þetta er bara alveg toppurinn að lifa við svona. Að fá svona góð ár inn á milli. Og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á kornakri í góðu veðri, eins og er í dag. Sjá hvernig vélin veður í gegnum akurinn og hirðir kornið í tank. Og það fer upp á vagn og síðan heim í kornhlöðu.“ Og það eru ekki bara kýrnar sem fá að njóta byggsins sem fóðurs heldur einnig mannfólkið. „Við erum að selja svona helminginn af korninu okkar til brugggerðar í Ölgerðinni. Og svo fer töluvert í mjöl líka, sem bakarí kaupa af okkur og baka úr þessu brauð og flatkökur og fleira," segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. Hér má sjá viðtalið við hann í fréttum Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Stór hluti uppskerunnar fer í ölgerð og bakarí. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kornakrarnir undir Eyjafjöllum eru orðnir bleikir, - enn eitt dæmið um óvenju hagstætt tíðarfar í sumar. Bændurnir á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Páll Eggert, sonur hans, ræstu kornskurðarvélina í dag en þeir hafa oft ekki hafið kornslátt fyrr en komið er fram undir miðjan september. „En það er bara búið að vera svo frábært sumar og mikil hlýindi, eins og er í dag. Hérna er sextán stigi hiti og vindur. Kornið þornar bara á stráinu og það er kjörið að taka kornið á þessu stigi,“ segir Ólafur og minnist þess raunar að hafa áður byrjað kornskurð í endaðan ágúst.Bleikir akrar Þorvaldseyrar í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það hefur gengið á ýmsu í kornræktinni undanfarin ár og eftir lélegt ár í fyrra gleðst bóndinn yfir góðri uppskeru í ár. „Já, þetta er bara alveg toppurinn að lifa við svona. Að fá svona góð ár inn á milli. Og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á kornakri í góðu veðri, eins og er í dag. Sjá hvernig vélin veður í gegnum akurinn og hirðir kornið í tank. Og það fer upp á vagn og síðan heim í kornhlöðu.“ Og það eru ekki bara kýrnar sem fá að njóta byggsins sem fóðurs heldur einnig mannfólkið. „Við erum að selja svona helminginn af korninu okkar til brugggerðar í Ölgerðinni. Og svo fer töluvert í mjöl líka, sem bakarí kaupa af okkur og baka úr þessu brauð og flatkökur og fleira," segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. Hér má sjá viðtalið við hann í fréttum Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15
Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51
Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45
Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00