Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2019 10:22 Vinsældir rafrettna hafa aukist gífurlega undanfarin ár. Vísir/GEtty Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns yfir öll Bandaríkin. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli um öll Bandaríkin þar sem fólk fer að finna fyrir einkennum óþekkts lungnasjúkdóms eftir rafrettunotkun. Tengsl milli sjúkdómsins og rafrettnanna hafa ekki verið staðfest en um 193 möguleg tilfelli er að ræða í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúklingarnir eru á aldrinum 17 til 38 ára. Sóttvarnarlæknir í Bandaríkjunum segir það sorgleg tíðindi að fyrsta dauðsfallið af völdum þessa dularfulla sjúkdóms, sem megi rekja til rafrettunotkunar, sé orðið að veruleika. Dauðsfallið undirstriki þær hættur sem fylgi notkun rafrettna.Tilfellin komu upp yfir tveggja mánaða tímabil Rannsókn lungnasjúkdómsins hófst í júnímánuði í ár og eru 193 tilfelli til skoðunar. Í sumum tilfellanna hafa einstaklingarnir sagst hafa notað rafrettuvökva sem inniheldur THC, virka efnið í kannabis. Það eigi þó ekki við um öll tilfellin. Dr. Brian King, læknir hjá Embætti sóttvarnarlæknis í Bandaríkjunum, hefur varað við því að fólk telji rafrettur skaðlausar. Það sé ekki búið að sýna fram á að gufan sem úr þeim kemur sé skaðlaus og það megi vel vera að fleiri tilfelli hafi komið upp áður en rannsókn á einkennunum hófst en læknar hafi ekki komið auga á tengslin við rafrettunotkun. „Það er búið greina mörg skaðleg efni, til að mynda örsmáar málmagnir og efni á borð við blý og önnur krabbameinsvaldandi efni,“ er haft eftir King í frétt BBC um málið. Hann nefnir einnig efnið díasetýl, sem er sett í rafrettuvökva til þess að gefa vökvanum „smjörkennt“ bragð, og er talið valda alvarlegum sjúkdómum í öndunarfærum.Læknir segir það ekki vera sannað að rafrettuvökvar séu skaðlausir.Vísir/GettyNokkrir leitað á bráðamóttöku hér á landi með loftbrjóst eftir notkun Fyrr á þessu ári leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttöku vegna brjóstverkja eftir að hafa notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og mátti greinilega sjá loftrönd í kringum hjartað á sneiðmynd. Úlfar Thoroddsen læknir benti á að ekki væri búið að rannsaka öll efni í rafrettuvökvanum en í vetur leituðu fimm manns á bráðamóttöku með loftbrjóst eftir rafrettunotkun og þurfti inngrip lækna til þess að hleypa lofti út. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Úlfur sagði það vekja upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar.“ Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00 Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns yfir öll Bandaríkin. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli um öll Bandaríkin þar sem fólk fer að finna fyrir einkennum óþekkts lungnasjúkdóms eftir rafrettunotkun. Tengsl milli sjúkdómsins og rafrettnanna hafa ekki verið staðfest en um 193 möguleg tilfelli er að ræða í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúklingarnir eru á aldrinum 17 til 38 ára. Sóttvarnarlæknir í Bandaríkjunum segir það sorgleg tíðindi að fyrsta dauðsfallið af völdum þessa dularfulla sjúkdóms, sem megi rekja til rafrettunotkunar, sé orðið að veruleika. Dauðsfallið undirstriki þær hættur sem fylgi notkun rafrettna.Tilfellin komu upp yfir tveggja mánaða tímabil Rannsókn lungnasjúkdómsins hófst í júnímánuði í ár og eru 193 tilfelli til skoðunar. Í sumum tilfellanna hafa einstaklingarnir sagst hafa notað rafrettuvökva sem inniheldur THC, virka efnið í kannabis. Það eigi þó ekki við um öll tilfellin. Dr. Brian King, læknir hjá Embætti sóttvarnarlæknis í Bandaríkjunum, hefur varað við því að fólk telji rafrettur skaðlausar. Það sé ekki búið að sýna fram á að gufan sem úr þeim kemur sé skaðlaus og það megi vel vera að fleiri tilfelli hafi komið upp áður en rannsókn á einkennunum hófst en læknar hafi ekki komið auga á tengslin við rafrettunotkun. „Það er búið greina mörg skaðleg efni, til að mynda örsmáar málmagnir og efni á borð við blý og önnur krabbameinsvaldandi efni,“ er haft eftir King í frétt BBC um málið. Hann nefnir einnig efnið díasetýl, sem er sett í rafrettuvökva til þess að gefa vökvanum „smjörkennt“ bragð, og er talið valda alvarlegum sjúkdómum í öndunarfærum.Læknir segir það ekki vera sannað að rafrettuvökvar séu skaðlausir.Vísir/GettyNokkrir leitað á bráðamóttöku hér á landi með loftbrjóst eftir notkun Fyrr á þessu ári leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttöku vegna brjóstverkja eftir að hafa notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og mátti greinilega sjá loftrönd í kringum hjartað á sneiðmynd. Úlfar Thoroddsen læknir benti á að ekki væri búið að rannsaka öll efni í rafrettuvökvanum en í vetur leituðu fimm manns á bráðamóttöku með loftbrjóst eftir rafrettunotkun og þurfti inngrip lækna til þess að hleypa lofti út. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Úlfur sagði það vekja upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar.“
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00 Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00
Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30
San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04
Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20