Collin hefur leikið lengi á Íslandi, er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri.
Collin kemur til ÍR frá Stjörnunni þar sem hann lék í tvö ár. Hann varð deildar- og bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Hann hefur einnig leikið með FSu og Fjölni hér á landi.
ÍR-ingar hafa verið duglegir að safna liði að undanförnu. Svissneski landsliðsmaðurinn Roberto Kovac er kominn til ÍR sem og Bandaríkjamaðurinn Evan Singletary.
Þá hefur Borgnesingurinn Trausti Eiríksson framlengt samning sinn við ÍR.