Njarðvíkingar segja framkomu Magnamanna óásættanlega og kvarta til KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2019 11:01 Sveinn Þór (fyrir miðju) tók við Magna í byrjun þessa mánaðar. Hann var áður aðstoðarþjálfari KA. mynd/Magni Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur sent KSÍ kvörtun vegna ummæla Sveins Þórs Steingrímssonar, þjálfara Magna, eftir leik liðanna í Inkasso-deild karla á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu leikinn, 2-1. Sveinn var afar ósáttur við rauða spjaldið sem nafni hans og fyrirliði Magna, Sveinn Óli Birgisson, fékk á 50. mínútu í leiknum. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik lét hann Ivan Prskalo, leikmann Njarðvíkur, heyra það en Sveinn Óli var rekinn út af fyrir brot á honum. „Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu,“ segir í yfirlýsingu Njarðvíkur í dag. Njarðvíkingar eru einnig ósáttir við Gauta Gautason, leikmann Magna, sem kastaði boltanum í Kenneth Hogg, leikmann Njarðvíkur, eftir leik. „Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega. Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Njarðvíkingar segjast treysta því að KSÍ taki á málinu í samræmi við alvarleika þess.Yfirlýsing vegna atvika eftir leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst sl.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur fordæmir ummæli sem Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari meistaraflokks Magna lét falla í viðtali við fjölmiðilinn fotbolti.net eftir leik og Magna í 18. Umferð Inkasso-deildinni á Rafholtsvellinum í Reykjanesbæ Njarðvíkur þann 24. ágúst sl.Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu.Á myndskeiði sem fylgir yfirlýsingu þessari má sjá að umrætt atvik réttlætir brottvikningu og á ekki að sjást á knattspyrnuvelli og gerir því umrædd ummæli því mun alvarlegri þar sem Sveinn Þór ræðst bæði á leikmann Njarðvíkur og dómara leiksins með mjög ódrengilegum hætti.Þá má einnig sjá í myndskeiði þessu hvar leikmaður nr. 77 Gauti Gautason í liði Magna hendir knettinum í andlit leikmanns Njarðvíkur nr. 8 Kenneth Hogg eftir að dómari leiksins hefur flautað leikinn af og dómari snýr baki í atvikið og sér því ekki atvikið til þess að refsa fyrir atvikið.Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.Málið verður því sett í réttan farveg innan KSÍ.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.Knattspyrnudeild Njarðvíkur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ. Atvik úr leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst 2019: Inkasso-deildin Reykjanesbær Tengdar fréttir Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur sent KSÍ kvörtun vegna ummæla Sveins Þórs Steingrímssonar, þjálfara Magna, eftir leik liðanna í Inkasso-deild karla á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu leikinn, 2-1. Sveinn var afar ósáttur við rauða spjaldið sem nafni hans og fyrirliði Magna, Sveinn Óli Birgisson, fékk á 50. mínútu í leiknum. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik lét hann Ivan Prskalo, leikmann Njarðvíkur, heyra það en Sveinn Óli var rekinn út af fyrir brot á honum. „Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu,“ segir í yfirlýsingu Njarðvíkur í dag. Njarðvíkingar eru einnig ósáttir við Gauta Gautason, leikmann Magna, sem kastaði boltanum í Kenneth Hogg, leikmann Njarðvíkur, eftir leik. „Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega. Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Njarðvíkingar segjast treysta því að KSÍ taki á málinu í samræmi við alvarleika þess.Yfirlýsing vegna atvika eftir leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst sl.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur fordæmir ummæli sem Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari meistaraflokks Magna lét falla í viðtali við fjölmiðilinn fotbolti.net eftir leik og Magna í 18. Umferð Inkasso-deildinni á Rafholtsvellinum í Reykjanesbæ Njarðvíkur þann 24. ágúst sl.Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu.Á myndskeiði sem fylgir yfirlýsingu þessari má sjá að umrætt atvik réttlætir brottvikningu og á ekki að sjást á knattspyrnuvelli og gerir því umrædd ummæli því mun alvarlegri þar sem Sveinn Þór ræðst bæði á leikmann Njarðvíkur og dómara leiksins með mjög ódrengilegum hætti.Þá má einnig sjá í myndskeiði þessu hvar leikmaður nr. 77 Gauti Gautason í liði Magna hendir knettinum í andlit leikmanns Njarðvíkur nr. 8 Kenneth Hogg eftir að dómari leiksins hefur flautað leikinn af og dómari snýr baki í atvikið og sér því ekki atvikið til þess að refsa fyrir atvikið.Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.Málið verður því sett í réttan farveg innan KSÍ.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.Knattspyrnudeild Njarðvíkur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ. Atvik úr leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst 2019:
Inkasso-deildin Reykjanesbær Tengdar fréttir Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01