Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 23:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal þess fræga íþróttafólks sem er í svokölluðu „The Body Issue“ hjá tímariti ESPN en blaðið kemur út september næstkomandi. „The Body Issue“ birtir flotta myndir af íþróttafólkinu sem á það sameiginlegt að vera nakið á myndunum og sýna vel þjálfaða líkama sína í öllu sínu veldi. Þetta er ellefta árið í röð þar sem frægir íþróttamenn og konur birtast nakin á síðum blaðsins og að þessu sinni eigum við Íslendingar okkar fulltrúa. Blaðið kemur út 6. september næstkomandi en 4. september verða myndirnar af íþróttafólkinu aðgengilegar á netinu. Darren Rovell hefur komist yfir listann með íþróttafólkinu og birti það á Twitter síðu sinni í dag. Listann má sjá hér fyrir neðan.Released: Athletes in ESPN The Magazine’s 2019 Body Issue pic.twitter.com/D00EzRnWbP — Darren Rovell (@darrenrovell) August 26, 2019Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein af andlitum CrossFit íþróttarinnar í Bandaríkjunum en hún hefur verið með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum og vann titilinn hraustasta CrossFit kona heims bæði 2015 og 2016. Íþróttafólkið í „Body Issue“ ESPN í ár kemur úr öllum áttum en áður var vitað að það á meðal væru kylfingurinn Brooks Koepka, tenniskonan Maria Sharapova, hafnarboltamaðurinn Trevor Bauer og UFC bardagakonan Amanda Nunes. Nú er kominn ítarlegri listi yfir íþróttafólkið sem ESPN verður með í þessu síðasta formlega blaði þess en í framtíðinni mun blaðið ekki vera gefið út á prenti. Eins og sjá má á lista Darren Rovell þá eru þarna líka auk Katrínar Tönju, knattspyrnukonan Kelley O´Hara, fimleikakonan, körfuboltamaðurinn Chris Paul, NFL-útherjinn Michael Thomas og öll sóknarlína Philadelhia Eagles. Fleira fólk er á listanum eins og sjá má hér fyrir ofan.“I lift too many weights, and I’m too big to play golf. Then when I lose weight, I’m too small. I don’t know what to say. ... Listen, I’m going to make me happy.”@BKoepka speaks on getting his body ready for the 2019 Body Issue & the criticism behind it. https://t.co/124lPD0jpMpic.twitter.com/WZnJ5VAMNT — ESPN (@espn) August 22, 2019 CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal þess fræga íþróttafólks sem er í svokölluðu „The Body Issue“ hjá tímariti ESPN en blaðið kemur út september næstkomandi. „The Body Issue“ birtir flotta myndir af íþróttafólkinu sem á það sameiginlegt að vera nakið á myndunum og sýna vel þjálfaða líkama sína í öllu sínu veldi. Þetta er ellefta árið í röð þar sem frægir íþróttamenn og konur birtast nakin á síðum blaðsins og að þessu sinni eigum við Íslendingar okkar fulltrúa. Blaðið kemur út 6. september næstkomandi en 4. september verða myndirnar af íþróttafólkinu aðgengilegar á netinu. Darren Rovell hefur komist yfir listann með íþróttafólkinu og birti það á Twitter síðu sinni í dag. Listann má sjá hér fyrir neðan.Released: Athletes in ESPN The Magazine’s 2019 Body Issue pic.twitter.com/D00EzRnWbP — Darren Rovell (@darrenrovell) August 26, 2019Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein af andlitum CrossFit íþróttarinnar í Bandaríkjunum en hún hefur verið með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum og vann titilinn hraustasta CrossFit kona heims bæði 2015 og 2016. Íþróttafólkið í „Body Issue“ ESPN í ár kemur úr öllum áttum en áður var vitað að það á meðal væru kylfingurinn Brooks Koepka, tenniskonan Maria Sharapova, hafnarboltamaðurinn Trevor Bauer og UFC bardagakonan Amanda Nunes. Nú er kominn ítarlegri listi yfir íþróttafólkið sem ESPN verður með í þessu síðasta formlega blaði þess en í framtíðinni mun blaðið ekki vera gefið út á prenti. Eins og sjá má á lista Darren Rovell þá eru þarna líka auk Katrínar Tönju, knattspyrnukonan Kelley O´Hara, fimleikakonan, körfuboltamaðurinn Chris Paul, NFL-útherjinn Michael Thomas og öll sóknarlína Philadelhia Eagles. Fleira fólk er á listanum eins og sjá má hér fyrir ofan.“I lift too many weights, and I’m too big to play golf. Then when I lose weight, I’m too small. I don’t know what to say. ... Listen, I’m going to make me happy.”@BKoepka speaks on getting his body ready for the 2019 Body Issue & the criticism behind it. https://t.co/124lPD0jpMpic.twitter.com/WZnJ5VAMNT — ESPN (@espn) August 22, 2019
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira