Búið er að aflífa grindhvalinn sem var fastur í sjónum við Eiðsgranda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 17:53 Björgunarsveitarfólk reyndi að hjálpa hvalnum. Vísir/Vilhelm Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi. Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi.
Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02