Búið er að aflífa grindhvalinn sem var fastur í sjónum við Eiðsgranda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 17:53 Björgunarsveitarfólk reyndi að hjálpa hvalnum. Vísir/Vilhelm Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi. Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi.
Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02