Setja sig í annarra spor Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 08:00 Ragnheiður, Alexandra og Fjóla Ósk sátu við að skrifa á umslög og handskrifa kort til leikskólanna . Fréttablaðið/Valli Nýrri bók sem nefnist Mía, Moli og Maríus – Vandræðasögur er ætlað að vera börnum og uppalendum þeirra verkfæri til að ræða aðstæður sem koma upp og ágreining í daglegu lífi leikskólabarna, að sögn Fjólu Aðalsteinsdóttur sem er meðhöfundur bókarinnar, ásamt Alexöndru Gunnlaugsdóttur, mágkonu hennar. Ragnheiður Jónsdóttir teiknaði myndirnar. Sögurnar fimm sem bókin geymir eru hugsaðar til upplesturs fyrir aldurinn þriggja til sex ára. Þær eiga það sameiginlegt að eftir friðsama byrjun kastast í kekki milli vinanna þriggja, Míu, Mola og Maríusar en á hápunkti ósamkomulagsins eiga upplesarar að snúa sér að hlustendum og fá þá til að tjá sig um líðan persónanna, hverrar fyrir sig. Þessi aðferð er hugsuð til þess að börnin geti sett sig í spor annarra í aðstæðunum „Þá skapast líka tækifæri til að opna fyrir samræður sem snúa að eigin reynslu barnanna og hjálpa þeim að orða tilfinningar sínar,“ segir Fjóla. „Svo er sagan dregin í land með farsælum endi!“ Fjóla býr í Vesterås í Svíþjóð og er hagfræðingur að mennt. Sérhæfing hennar innan atferlishagfæði kveikti áhuga hennar á því að nýta söguform til að efla tilfinningavitund hjá börnum, sjálf á hún sex ára tvíburadætur. „Alexandra er gift bróður mínum, þau búa í Danmörku og þegar við fórum í heimsókn til þeirra fyrir tæpum þremur árum kom í ljós að hún er búin að vera að þróa aðferðir í sínu starfi sem falla að þessu efni. Hún hefur unnið um árabil í alþjóðlegum leikskóla í Kaupmannahöfn og nýtt gráðu sína í uppeldissálfræði og rannsóknir á eineltisforvörnum til að þróa þá tækni sem beitt er í bókinni. Galdurinn er að fá börnin til að setja sig í spor annarra, læra að ígrunda eigin líðan og hegðun og skerpa þannig félagsfærni þeirra og samkennd.“ Teiknarinn Ragnheiður á karakterana að sögn Fjólu. „Hún býr á Íslandi en kom inn í vinnuferlið strax í upphafi, málaði myndirnar og á heiðurinn af því að bókin er jafn vegleg og hún er. Við erum búnar að kasta þessu verkefni á milli okkar yfir landamærin og taka vinnuskorpur saman þess á milli. Það hefur gengið mjög vel,“ lýsir hún. „Við fengum svo styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf fyrir prentuninni og þess vegna er bókin á leið inn í alla leikskóla. Þeir sem hafa kynnst henni eru ánægðir með hana og telja hægt að hafa góð not af henni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nýrri bók sem nefnist Mía, Moli og Maríus – Vandræðasögur er ætlað að vera börnum og uppalendum þeirra verkfæri til að ræða aðstæður sem koma upp og ágreining í daglegu lífi leikskólabarna, að sögn Fjólu Aðalsteinsdóttur sem er meðhöfundur bókarinnar, ásamt Alexöndru Gunnlaugsdóttur, mágkonu hennar. Ragnheiður Jónsdóttir teiknaði myndirnar. Sögurnar fimm sem bókin geymir eru hugsaðar til upplesturs fyrir aldurinn þriggja til sex ára. Þær eiga það sameiginlegt að eftir friðsama byrjun kastast í kekki milli vinanna þriggja, Míu, Mola og Maríusar en á hápunkti ósamkomulagsins eiga upplesarar að snúa sér að hlustendum og fá þá til að tjá sig um líðan persónanna, hverrar fyrir sig. Þessi aðferð er hugsuð til þess að börnin geti sett sig í spor annarra í aðstæðunum „Þá skapast líka tækifæri til að opna fyrir samræður sem snúa að eigin reynslu barnanna og hjálpa þeim að orða tilfinningar sínar,“ segir Fjóla. „Svo er sagan dregin í land með farsælum endi!“ Fjóla býr í Vesterås í Svíþjóð og er hagfræðingur að mennt. Sérhæfing hennar innan atferlishagfæði kveikti áhuga hennar á því að nýta söguform til að efla tilfinningavitund hjá börnum, sjálf á hún sex ára tvíburadætur. „Alexandra er gift bróður mínum, þau búa í Danmörku og þegar við fórum í heimsókn til þeirra fyrir tæpum þremur árum kom í ljós að hún er búin að vera að þróa aðferðir í sínu starfi sem falla að þessu efni. Hún hefur unnið um árabil í alþjóðlegum leikskóla í Kaupmannahöfn og nýtt gráðu sína í uppeldissálfræði og rannsóknir á eineltisforvörnum til að þróa þá tækni sem beitt er í bókinni. Galdurinn er að fá börnin til að setja sig í spor annarra, læra að ígrunda eigin líðan og hegðun og skerpa þannig félagsfærni þeirra og samkennd.“ Teiknarinn Ragnheiður á karakterana að sögn Fjólu. „Hún býr á Íslandi en kom inn í vinnuferlið strax í upphafi, málaði myndirnar og á heiðurinn af því að bókin er jafn vegleg og hún er. Við erum búnar að kasta þessu verkefni á milli okkar yfir landamærin og taka vinnuskorpur saman þess á milli. Það hefur gengið mjög vel,“ lýsir hún. „Við fengum svo styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf fyrir prentuninni og þess vegna er bókin á leið inn í alla leikskóla. Þeir sem hafa kynnst henni eru ánægðir með hana og telja hægt að hafa góð not af henni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira