Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 14:39 Konan var læknir og nýbökuð móðir. Vísir/Getty Konan sem var myrt í Malmö í gær var læknir og nýbökuð móðir. Barnsfaðir hennar var dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Greint er frá þessu á vef sænska ríkisútvarpsins SVT sem greinir frá því að afbrotasaga barnsföður konunnar sé á meðal þess sem sé til rannsóknar varðandi morðið. Skoðar lögreglan hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt. Sænska ríkisútvarpið segir frá því að konan hafi eignast barnið í sumar en hún stundaði læknanám erlendis áður en hún fékk stöðu sem læknir í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum SVT þá hafði konan aldrei komist í kast við lögin. Þá á hún ekki að hafa verið flækt í glæpsamlegt athæfi. Barnsfaðirinn er 35 ára gamall en hann hafði tengingar í undirheima Malmö. Árið 2010 var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að Bröndby-ráninu þar sem ræningjar komust undan með 60 milljónir danskra króna í farteskinu. Kom maðurinn að skipulagningu ránsins ásamt því að vera einn af þeim sem frömdu það. Konan var á gangi ásamt barni sínu og barnsföður í miðborg Malmö þegar maður gekk óvænt upp að henni og skaut hana í höfuðið. Nokkrir skothvellir heyrðust áður en gerandinn flúði af vettvangi. Hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö hélt blaðamannafund í morgun þar sem kom fram að einn er í haldi í tengslum við rannsókn á morðinu. Hann er talinn hafa átt sér vitorðsmenn en lagt hefur verið hald á það sem lögreglan telur vera morðvopnið. Danmörk Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum. 27. ágúst 2019 08:39 Einn handtekinn vegna morðsins í Malmö Einn maður var handtekinn í Malmö síðdegis í dag grunaður um aðild að morði á konu um þrítugt í sænsku borginni í morgun. 26. ágúst 2019 20:03 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Konan sem var myrt í Malmö í gær var læknir og nýbökuð móðir. Barnsfaðir hennar var dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Greint er frá þessu á vef sænska ríkisútvarpsins SVT sem greinir frá því að afbrotasaga barnsföður konunnar sé á meðal þess sem sé til rannsóknar varðandi morðið. Skoðar lögreglan hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt. Sænska ríkisútvarpið segir frá því að konan hafi eignast barnið í sumar en hún stundaði læknanám erlendis áður en hún fékk stöðu sem læknir í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum SVT þá hafði konan aldrei komist í kast við lögin. Þá á hún ekki að hafa verið flækt í glæpsamlegt athæfi. Barnsfaðirinn er 35 ára gamall en hann hafði tengingar í undirheima Malmö. Árið 2010 var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að Bröndby-ráninu þar sem ræningjar komust undan með 60 milljónir danskra króna í farteskinu. Kom maðurinn að skipulagningu ránsins ásamt því að vera einn af þeim sem frömdu það. Konan var á gangi ásamt barni sínu og barnsföður í miðborg Malmö þegar maður gekk óvænt upp að henni og skaut hana í höfuðið. Nokkrir skothvellir heyrðust áður en gerandinn flúði af vettvangi. Hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö hélt blaðamannafund í morgun þar sem kom fram að einn er í haldi í tengslum við rannsókn á morðinu. Hann er talinn hafa átt sér vitorðsmenn en lagt hefur verið hald á það sem lögreglan telur vera morðvopnið.
Danmörk Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum. 27. ágúst 2019 08:39 Einn handtekinn vegna morðsins í Malmö Einn maður var handtekinn í Malmö síðdegis í dag grunaður um aðild að morði á konu um þrítugt í sænsku borginni í morgun. 26. ágúst 2019 20:03 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum. 27. ágúst 2019 08:39
Einn handtekinn vegna morðsins í Malmö Einn maður var handtekinn í Malmö síðdegis í dag grunaður um aðild að morði á konu um þrítugt í sænsku borginni í morgun. 26. ágúst 2019 20:03
Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51
Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33