MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 17:15 Frá eldiskvíum á Patreksfirði Vísir/Einar Árnason Matvælastofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin hafði áður óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrr í sumar. Matvælastofnun bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði í september á síðasta ári. Hafa fyrirtækin síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar. Í október síðastliðnum voru gerðar breytingar á lögum um fiskeldi þar sem ráðherra var veitt heimild til að gefa út tímabundið rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða. Leyfin voru felld úr gildi í september þar sem úrskurðarnefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið. Mikið hefur verið deilt um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Þar hafa einna helst tekist á umhverfis- og byggðasjónarmið.Sjá einnig: Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldiArctic Sea Farm sótti upprunalega um rekstrarleyfi í september 2016 fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreks- og Tálknafirði. Matvælastofnun hefur nú fallist á að veita fyrirtækinu rekstrarleyfið. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur bráðabirgðarekstrarleyfið úr gildi. Hámarkslífmassi eldisins í Patreks- og Tálknafirði mun ekki fara yfir 7.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna, er fram kemur í tilkynningunni frá Matvælastofnun. Þar kemur fram að tekið hafi verið tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins og að starfsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins er jafnframt sögð hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við þar til gerð lög. Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00 Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34 Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Matvælastofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin hafði áður óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrr í sumar. Matvælastofnun bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði í september á síðasta ári. Hafa fyrirtækin síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar. Í október síðastliðnum voru gerðar breytingar á lögum um fiskeldi þar sem ráðherra var veitt heimild til að gefa út tímabundið rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða. Leyfin voru felld úr gildi í september þar sem úrskurðarnefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið. Mikið hefur verið deilt um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Þar hafa einna helst tekist á umhverfis- og byggðasjónarmið.Sjá einnig: Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldiArctic Sea Farm sótti upprunalega um rekstrarleyfi í september 2016 fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreks- og Tálknafirði. Matvælastofnun hefur nú fallist á að veita fyrirtækinu rekstrarleyfið. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur bráðabirgðarekstrarleyfið úr gildi. Hámarkslífmassi eldisins í Patreks- og Tálknafirði mun ekki fara yfir 7.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna, er fram kemur í tilkynningunni frá Matvælastofnun. Þar kemur fram að tekið hafi verið tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins og að starfsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins er jafnframt sögð hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við þar til gerð lög.
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00 Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34 Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00
Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34
Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07