Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2019 20:57 Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði