Lífeyrissjóðir bættu við sig í Högum fyrir um 1,8 milljarð Hörður Ægisson skrifar 28. ágúst 2019 07:30 Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss. vísir/vilhelm Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu að langstærstum hluta bréf FISK-Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, í Högum þegar útgerðarfélagið seldi allan 4,6 prósenta hlut sinn í smásölurisanum í síðustu viku fyrir samtals 2,3 milljarða króna. Sé litið yfir nýjan lista yfir 20 stærstu hluthafa Haga eiga lífeyrissjóðir orðið samanlagt um 63 prósenta hlut í félaginu. Samhliða sölu sinni í Högum, á samtals 55,5 milljónum hluta á genginu 41,5 krónur á hlut, keypti FISK-Seafood nær allan eignarhlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Granda, eða 8,3 prósenta hlut, fyrir um fimm milljarða króna. Fyrir hlut sinn í Brimi fékk Gildi meðal annars afhentar 25 milljónir hluta í Högum og nemur eignarhlutur lífeyrissjóðsins núna 14,56 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir sem bættu við sig í Högum í liðinni viku, eins og lesa má úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa, voru Festa en sjóðurinn keypti 9,5 milljónir hluta og fer núna fyrir rúmlega 3,8 prósenta hlut í félaginu. Þá bætti Birta lífeyrissjóður, sem er fimmti stærsti hluthafi Haga, við sig 5,3 milljónum hluta auk þess sem lífeyrissjóðirnir Stapi og Lífsverk juku einnig lítillega við hlut sinn. Samtals bættu þessir lífeyrissjóðir við sig rúmlega 43 milljónum hluta í smásölurisanum. Það jafngildir um 1.800 milljónum króna sé miðað við gengið 41,5 í viðskiptunum við FISK-Seafood á mánudag í síðustu viku. Frá því að viðskiptin gengu í gegn hefur hlutabréfaverð Haga lækkað um tæplega fimm prósent og stóð í 39,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Frá áramótum hefur gengi bréfa Haga lækkað um fjórtán prósent. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu að langstærstum hluta bréf FISK-Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, í Högum þegar útgerðarfélagið seldi allan 4,6 prósenta hlut sinn í smásölurisanum í síðustu viku fyrir samtals 2,3 milljarða króna. Sé litið yfir nýjan lista yfir 20 stærstu hluthafa Haga eiga lífeyrissjóðir orðið samanlagt um 63 prósenta hlut í félaginu. Samhliða sölu sinni í Högum, á samtals 55,5 milljónum hluta á genginu 41,5 krónur á hlut, keypti FISK-Seafood nær allan eignarhlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Granda, eða 8,3 prósenta hlut, fyrir um fimm milljarða króna. Fyrir hlut sinn í Brimi fékk Gildi meðal annars afhentar 25 milljónir hluta í Högum og nemur eignarhlutur lífeyrissjóðsins núna 14,56 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir sem bættu við sig í Högum í liðinni viku, eins og lesa má úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa, voru Festa en sjóðurinn keypti 9,5 milljónir hluta og fer núna fyrir rúmlega 3,8 prósenta hlut í félaginu. Þá bætti Birta lífeyrissjóður, sem er fimmti stærsti hluthafi Haga, við sig 5,3 milljónum hluta auk þess sem lífeyrissjóðirnir Stapi og Lífsverk juku einnig lítillega við hlut sinn. Samtals bættu þessir lífeyrissjóðir við sig rúmlega 43 milljónum hluta í smásölurisanum. Það jafngildir um 1.800 milljónum króna sé miðað við gengið 41,5 í viðskiptunum við FISK-Seafood á mánudag í síðustu viku. Frá því að viðskiptin gengu í gegn hefur hlutabréfaverð Haga lækkað um tæplega fimm prósent og stóð í 39,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Frá áramótum hefur gengi bréfa Haga lækkað um fjórtán prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira