Meta Arion 15 prósentum yfir markaðsgengi Hörður Ægisson skrifar 28. ágúst 2019 09:00 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion. Arion Fjárfestar eru ekki að taka að fullu tillit til líklegrar sölu á Valitor ásamt frekari arðgreiðslum og endurkaupum á eigin bréfum í verðlagningu sinni á Arion banka. Þetta kemur fram í nýju verðmati Hagfræðideildar Landsbankans sem Markaðurinn hefur undir höndum og var sent á viðskiptavini bankans í gær. Greinendur Landsbankans meta þannig gengi hlutabréfa í Arion banka á 86,3 krónur á hlut sem er tæplega 15 prósentum yfir markaðsgengi. Mæla þeir með kaupum á bréfum í bankanum. Í verðmatinu segir að merkja hafi mátt jákvæða þróun í grunnrekstri bankans á síðustu ársfjórðungum sem gefi vonir um að hægt verði að bæta arðsemi þrátt fyrir aukin vanskil og virðisrýrnun útlána. Þá hafa greinendur trú á því að nýir stjórnendur Arion banka – Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hafa tekið við sem annars vegar bankastjóri og hins vegar aðstoðarbankastjóri – muni kynna skýrari og árangursríkari leið að hagkvæmari fjármagnsskipan og hagræðingar í rekstri bankans. Samkvæmt verðmatinu er gert ráð fyrir því að Valitor, dótturfélag Arion banka, verði selt að fullu sem muni skila sér í verulegum arðgreiðslum til hluthafa. Valitor var sett í formlegt söluferli fyrr á árinu og áhugasamir fjárfestar skiluðu inn óskuldbindandi tilboðum í félagið um miðjan síðasta mánuð. Greinendur Landsbankans, sem taka fram að þeir framkvæmi ekki sjálfstætt verðmat á Valitor, áætla að virði Valitor nemi um 150 prósentum af bókfærðu eigin fé þess í reikningum Arion banka en um mitt þetta ár stóð það í 13,2 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Fjárfestar eru ekki að taka að fullu tillit til líklegrar sölu á Valitor ásamt frekari arðgreiðslum og endurkaupum á eigin bréfum í verðlagningu sinni á Arion banka. Þetta kemur fram í nýju verðmati Hagfræðideildar Landsbankans sem Markaðurinn hefur undir höndum og var sent á viðskiptavini bankans í gær. Greinendur Landsbankans meta þannig gengi hlutabréfa í Arion banka á 86,3 krónur á hlut sem er tæplega 15 prósentum yfir markaðsgengi. Mæla þeir með kaupum á bréfum í bankanum. Í verðmatinu segir að merkja hafi mátt jákvæða þróun í grunnrekstri bankans á síðustu ársfjórðungum sem gefi vonir um að hægt verði að bæta arðsemi þrátt fyrir aukin vanskil og virðisrýrnun útlána. Þá hafa greinendur trú á því að nýir stjórnendur Arion banka – Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hafa tekið við sem annars vegar bankastjóri og hins vegar aðstoðarbankastjóri – muni kynna skýrari og árangursríkari leið að hagkvæmari fjármagnsskipan og hagræðingar í rekstri bankans. Samkvæmt verðmatinu er gert ráð fyrir því að Valitor, dótturfélag Arion banka, verði selt að fullu sem muni skila sér í verulegum arðgreiðslum til hluthafa. Valitor var sett í formlegt söluferli fyrr á árinu og áhugasamir fjárfestar skiluðu inn óskuldbindandi tilboðum í félagið um miðjan síðasta mánuð. Greinendur Landsbankans, sem taka fram að þeir framkvæmi ekki sjálfstætt verðmat á Valitor, áætla að virði Valitor nemi um 150 prósentum af bókfærðu eigin fé þess í reikningum Arion banka en um mitt þetta ár stóð það í 13,2 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira