Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2019 08:45 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Getty/Pool Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00