Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2019 08:45 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Getty/Pool Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00