Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:08 Þau voru ekki beinlínis vinsamleg orðaskiptin sem fóru á milli þeirra Ólafs og Áslaugar Örnu í þingsal nú rétt í þessu. Þar er að myndast mikill hiti í umræðu um orkupakkann. Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00