Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:08 Þau voru ekki beinlínis vinsamleg orðaskiptin sem fóru á milli þeirra Ólafs og Áslaugar Örnu í þingsal nú rétt í þessu. Þar er að myndast mikill hiti í umræðu um orkupakkann. Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00