Segir KR-inga hungraða í meiri árangur og útilokar ekki að bæta við sig fleiri leikmönnum Anton Ingi Leifsson skrifar 28. ágúst 2019 19:15 Ingi Þór Steinsson er þjálfari KR líkt og á síðustu leiktíð. vísir/skjáskot Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn