Félagið Ísland-Palestína gagnrýnir slæma stöðu hinsegin fólks í Palestínu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. ágúst 2019 08:45 Ísland-Palestína harmar slæma stöðu hinsegin fólks. Nordicphotos/Getty Félagið Ísland-Palestína hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem slæm staða hinsegin fólks í landinu er hörmuð. Stjórnarmaður segir að Ísland-Palestína taki ávallt stöðu með mannréttindum. „Allt okkar starf hefur grundvallast á að alþjóðalög séu virt og samstöðu með mannréttindum,“ segir Einar Steinn Valgarðsson, stjórnarmaður í félaginu. „Við teljum að deilur Írasels og Palestínu verði ekki leystar á réttlátan hátt ef mannréttindi verði ekki höfð að leiðarljósi.“ Félagið hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem staða hinsegin fólks er hörmuð. Tilefnið var fréttir af því að yfirvöld á Vesturbakkanum bönnuðu alla starfsemi samtaka hinsegin fólks. Þau voru hins vegar gerð afturreka með bannið eftir þrýsting frá mannréttindasamtökum víða um heim.Einar Steinn Valgarðsson.AðsendEinar segir að þó að félag eins og Ísland-Palestína hafi takmörkuð áhrif í stóra samhenginu þá sýni sagan að alþjóðlegur þrýstingur skipti máli. Því sé mikilvægt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Munur er á lagalegri stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Á Vesturbakkanum hefur samkynhneigð ekki verið bönnuð en á Gasaströndinni er hún ólögleg að viðlagðri harðri refsingu. Stjórnvöld á Vesturbakkanum hafa hins vegar verið að herðast í afstöðunni og þann tíma sem starfsemi hinsegin samtaka var bönnuð var almenningur hvattur til að tilkynna brot. „Þetta hefur kynt undir fordómum gegn hinsegin fólki og hvatt fólk til að taka lögin í sínar hendur,“ segir Einar. „Við höfum aldrei skorast undan að gagnrýna palestínsk yfirvöld þegar kemur að mannréttindabrotum. En áherslan hefur verið á Ísrael sem hefur verið stórtækara í brotum.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Palestína Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem slæm staða hinsegin fólks í landinu er hörmuð. Stjórnarmaður segir að Ísland-Palestína taki ávallt stöðu með mannréttindum. „Allt okkar starf hefur grundvallast á að alþjóðalög séu virt og samstöðu með mannréttindum,“ segir Einar Steinn Valgarðsson, stjórnarmaður í félaginu. „Við teljum að deilur Írasels og Palestínu verði ekki leystar á réttlátan hátt ef mannréttindi verði ekki höfð að leiðarljósi.“ Félagið hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem staða hinsegin fólks er hörmuð. Tilefnið var fréttir af því að yfirvöld á Vesturbakkanum bönnuðu alla starfsemi samtaka hinsegin fólks. Þau voru hins vegar gerð afturreka með bannið eftir þrýsting frá mannréttindasamtökum víða um heim.Einar Steinn Valgarðsson.AðsendEinar segir að þó að félag eins og Ísland-Palestína hafi takmörkuð áhrif í stóra samhenginu þá sýni sagan að alþjóðlegur þrýstingur skipti máli. Því sé mikilvægt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Munur er á lagalegri stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Á Vesturbakkanum hefur samkynhneigð ekki verið bönnuð en á Gasaströndinni er hún ólögleg að viðlagðri harðri refsingu. Stjórnvöld á Vesturbakkanum hafa hins vegar verið að herðast í afstöðunni og þann tíma sem starfsemi hinsegin samtaka var bönnuð var almenningur hvattur til að tilkynna brot. „Þetta hefur kynt undir fordómum gegn hinsegin fólki og hvatt fólk til að taka lögin í sínar hendur,“ segir Einar. „Við höfum aldrei skorast undan að gagnrýna palestínsk yfirvöld þegar kemur að mannréttindabrotum. En áherslan hefur verið á Ísrael sem hefur verið stórtækara í brotum.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Palestína Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira